Alþýðuskáld úr Svartárdal

Gíslavaka Ólafssonar í Húnaveri

 Vorvaka í minningu Gísla Ólafssonar, skálds frá Eiríksstöðum, verður haldið í Húnaveri á morgun, laugardaginn 9. júní, kl. 14. Þar mun Kristján Eiríksson, íslenskufræðingur, fjalla um Gísla og verk hans, og lesið verður úr ljóðum hans. Kvæðamennirnir, Ingimar Halldórsson og Arnþór Helgason, kveða vísur eftir Gísla, m.a. hinar þekktu Lækjarvísur, segir í fréttatilkynningu. 

Sigurður Torfi Guðmundsson syngur nokkur lög við ljóð Gísla við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna í Árnessýslu syngur undir stjórn Inga Heiðmars, sem einnig stýrir almennum söng. Kynnir verður Ólafur Hallgrímsson.

Aðgangseyrir er kr. 1500-, frítt fyrir 12 ára og yngri. (Ath. Að kort eru ekki tekin.) Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps selur kaffi í hléi.

Um Gísla segir í fréttatilkynningu:

Gísli Ólafsson var fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal 2. janúar 1885, átti þar heima til þrítugsaldurs og var mjög tengdur dalnum sínum alla tíð. Hann var búsettur á Sauðárkróki síðari hluta ævinnar og lést þar liðlega áttræður. Gísli byrjaði ungur að yrkja og strax í æsku flugu stökur hans og vísnaflokkar manna á milli. Hann gaf út þrjú ljóðakver.

Fyrsta bók hans kom út 1917, Heiman úr dölum, en árið 1944 kom út safn ljóða hans, sem nefnist Á brotnandi bárum. Gísli skipar fríðan flokk alþýðuskálda þessa lands, ljóð hans eru lipur og vel gerð, hann var mikill rímsnillingur. Þekktastar eru stökur hans og tækifærisvísur, orta við ýmis tilefni, en lengri ljóðin eru ekki síður vel ort og eiga erindi við okkar samtíð. Þess er vænst, að ýmsum þyki gott að endurnýja kynnin við Gísla skáld frá Eiríksstöðum

Heimild: Feykir.is

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband