Þegar jarðarsölur eiga sér stað velta menn oft verðinu fyrir sér og hver áhrif það hefur á landverð, jarðarverð, jarðafgjald leiguliða og lóðarleigu.
Opinberum aðilum svo sem ríki og sveitarfélögum er meiri vandi á höndum að rugga ekki verðlagningu á jarðnæði því slíkt getur leitt til fordæmisgildis og er oft vísað í síðustu jarðarsölu.
Sala á Grímstöðum á Fjöllum gekk til baka og var ekki heimiluð eins og fram hefur komið. Verðið var áætlað að ég held 800 milljónir. Nú er að komast á samkomulag að sveitarstjórnir á svæðinu kaupi Grímsstaði á 800 milljónir, fái þá peninga lánaða hjá Kínverjanum og leigi honum svo jörðina á 800milljónir til 40ára. Þetta leigugjald áætla ég að séu 1300 dilkar á ári.
Nýlega gekk íslenska ríkið frá sölu á eignarhluta sínum á jörðinni Reykjum í Húnavatnshreppi til samnefnds sveitarfélags. Var þar um að ræða hálfan hlut ríkisins í jörðinni ( einbýlishús fjárhús f/ 360 fjár ræktun og beitiland), eftir því sem mér er best kunnugt.
Einnig eignarhlutur ríkisins í 5 íbúðum í grunnskóla sem staðsettur er á jörðinn ásamt 2 st. af einbýlishúsum, þar með talið að því er best ég veit er staðsett á deiliskipulagi undir bygg einbýlishúsa.
Hótel er rekið í húsnæði grunnskólans á sumrum. Aðgangur er að hitaveitu. Þar eru baðlaugar og fimleikasalur. Hitaveituéttindi tilheyra Hitaveitu Blönduós. Veiðiréttur í Svínavatni. Einhver sauðfjárkvóti (beingreiðslur) fylgir jörðinni. Rjúpnaveiði og gæsaveiði.
Fyrir þetta greiðir sveitarfélagið rúmar 24 milljónir til ríkissjóðs.
Heimild: Fundargerðir Hreppsnefndar Húnavatnshrepps.
![]() |
Stofnaðili að félagi um kaup á Grímsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.5.2012 | 21:53 (breytt kl. 22:04) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 414
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 317
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.