,,Ólafur Ragnar sagði að Icesave hefði valdið vatnaskilum í þessum efnum, ekki bara hvað varðar samskipti við ríkisstjórnarflokkana, heldur einnig við vini og stuðningsmenn til margra ára", segir í fréttinni.
Það virðist vera útbreiddur miskilningur að hægt hafi verið að setja Icesave-fylgið í poka og geyma það niður í kjallara á Bessastöðum eins og hvern annan mó. Síðan sé hægt að taka móinn upp og nota hann sem eldsneyti til að kynda upp í kosningabaráttu um embætti forseta.
Icesave er nú fyrir dómstólum og engin veit hvernig því máli lyktar.
Venjulegt fólk er ekki að velta Icesave fyrir sér núna. Það hugsar um það hvernig það á að framfleyta sér og sínum.
Þá er nokkur ónákvæmni í málflutningi forseta að einhver vatnaskil hafi verið milli fyrrum stuðningsmanna hans út af Icesave.
Í ævisögu Ólafs Ragnars; Saga af forseta sem kom út fyrir jól 2008 er þess getið á bls. 97 að forseti hafi skorið á öll tengsl við samherja sína úr pólitíkinni. Þannig að ef þar er rétt með farið í bókinni að þá köttaði hann sjálfur á þau tengsl löngu fyrir Hrun.
Heimild: Saga af forseta höf. Guðjón Friðriksson nóv. 2008
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.5.2012 | 15:53 (breytt 28.1.2013 kl. 16:53) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 625
- Sl. sólarhring: 804
- Sl. viku: 1883
- Frá upphafi: 571189
Annað
- Innlit í dag: 560
- Innlit sl. viku: 1679
- Gestir í dag: 532
- IP-tölur í dag: 520
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við vorum líka að hugsa um hvernig við framfleytum okkur og börnunum okkar þegar við felldum Icesave ríkisábyrgð. Það er vegna þess sem við erum ekki að tala um Icesave sem hluta af þeirri spurningu lengur.
Svo já, ég er til í að kjósa hvern þann sem forseta sem vill láta framfærslu almennings njóta forgangs í öllum tilvikum. Það er eðlileg forgangsröð.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2012 kl. 20:11
Já já, þetta stórskaðaði land og lýð. Stórskaðaði til lengri tíma litið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.