Jón Þorsteinn Reynisson, Skagfirðingur, hélt einleikstónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í gærkveldi. Þá var hann búin að fara hringinn austur um land. Spilaði síðast 10. maí í Skálholtskirkju.
Jón Þorsteinn leikur á hnappaharmoniku.
Leikin voru verk eftir Mozart, Rachmaninov, Vivaldi, Sibelius, Vagner og fleiri.
Dagskráin var eftirfarandi:
Rondo alla turca, var hratt og fjörugt með trillum og teygt vel á því. Svanurinn í Karnivali dýranna, hugljúft verk með miklum tilfinningum. Bogoroditse dyevo ( Ave Maria ) Hægt og alvörugefið- kirkjulegt verk. Sumarið úr Árstíðunum var vel leikið, kraftmikið, órætt með hrynjanda hins ókomna.
Finlandia er magnþrungið verk, þó með miklum trega og í því verki eru miklar ættjarðartilfinningar svo maður tárast nærri því.
Sónata op 143a eftir Vagn Homboe létt og einfalt.
Í lokin lék Jón Þorsteinn, Pílagrímakórinn, efti Richard Vagner. Dimmir alvörugefnir tónar - Mikil þungi í verkinu sem bóksaflega fyllti kirkjuna af tónaflóði.
Og þá hugsaði ég; mikið er harmonikan dýrmætt hljóðfæri, þarna stóð hún ein, en virkaði eins og heil hljómsveit.
Jón Þorsteinn verður með tónleika í dag á Akranesi í Tónbergi kl: 17:00 (Tónleikaskóli Akranes ) og í Fríkirkjunni í Reykjavík kl:20:00 í kvöld. En heldur svo norður með viðkomu á ýmsum stöðum.
Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu www.jonthorsteinn.com
Kærar þakkir fyrir snilldar leik. En við spilum svo ef til vill seinna UNDIR BLÁHIMNI þegar við erum komnir norður í Skagafjörð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.5.2012 | 09:35 (breytt 17.9.2022 kl. 21:43) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 504
- Sl. sólarhring: 719
- Sl. viku: 1762
- Frá upphafi: 571068
Annað
- Innlit í dag: 457
- Innlit sl. viku: 1576
- Gestir í dag: 436
- IP-tölur í dag: 428
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.