Matvæli reykt úr holu- gamalt verklag

Það er gömul aðferð að reykja matvæli úr holu og er færsluhöfundur alinn upp við það.

Reykingin undirbúinHægt er að koma sér upp slíkri aðstöðu með mjög einföldum og ódýrum hætti. Grafin er hola ca 1mx1m og ca 60-70 cm djúp. Holan eða gryfjan, sem ég kýs að kalla svo þarf að vera neðst í halla. Í hana er sett hálfþurrt sauðatað og eitthvað eldfimara, t.d. hrís eða viður til að koma brunanum af stað. Yfir holun er sett járnplata og svo tyrft lauslega yfir.

Frá gryfjunni er síðan gerð rás upp í móti með því að stinga skásnyddu og snúa henni við og loka rásinni þannig. Þessi rás þyrfti að vera 5-7 metra ætla ég.

Þar fyrir ofan er komið fyrir tunnu, t.d trétunnu gömlum síldarstrokk sem reykurinn kemur í gegn um. Járntunnur töldust óheppilegar vegna þess að þær urðu mjög heitar.

Í tunnuna er síðan hægt að setja ýmis matvæli og var oftast reyktur silungur, síðubitar, bjúgu og smærri stykki. Þessi reykingaraðstaða var notuð ef til vill vegna vanefna þeirra tíma, en ég sé fyrir mér að ekkert sé til fyrirstöðu að þróa þessa hugmynd þannig að greiðara væri að komast að gryfjunni og svo gæti aðstæðan við efrihluta rásarinnar verið stærri, svo sem snyrtilegur smákofi sem væri þægilegur að ganga um. Aðalatriði var að aðstæðian væri í allmiklum halla til að reykurinn nýttist vel.

Teki skal fram að ekki er heppilegt að óvanir séu að stunda svona reykingu, aðeins vanir menn. Ekki kemur til álita að vera með svona aðstöðu í þéttbýli.


mbl.is Reyndu að reykja kjöt í holu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband