Íbúakosningar í um verkefnaval í Reykjavík er skemmtilegt og þarft framtak. Þó þessar kosningar styðjist ekki við sérstaka löggjöf og sé ekki lögbundin, er hún áhugaverð og vekur fólk upp til umhugsunar um nánasta umhverfi sitt og hverfi.
Það er nefnilega ekki sama hvernig hlutirnir eru og hægt að gera þá á mismunandi vegu. Það þarf að vekja fólk upp til umhugsunar um nærumhverfi sitt; ekki til að klaga og jagast, heldur til að fegra og bæta og vinna saman, það skiptir máli.
Það er gaman að skoða þessa lista með verkefnum úr hverju hverfi fyrir sig og áherslur fólks.
Ýmislegt er hægt að gera til að njóta þeirra landgæða og rýmis sem land Reykjavíkur bíður upp á. Mér er minnistætt að hafa farið í Elliðarárdalinn og horft á Leikhópinn Lottu sýna leikrit þar.
Það er ekki víst að margir geri sér grein fyrirhvílík gersemi Löngusker í Skerjafirði eru. Á fjöru eru þau nærri mannhæðar há og um 2-3 hektarar og þar er hægt að tína rauðmaga í pollum. Ellegar að sigla um í Skerjafirði og út í eyjar.
Eitt er það félagssvið sem svolítið er utanveltu í þéttbýli, en það eru fundir í Húsfélögum. Fyrir slíkum fundum kvíðir fólk og oft eru gerðar skissur og mistök á slíku fundum vegna ónógrar þekkingar og félagsreynslu íbúa.
Með frekari lýðræðisumbótum gæti Bestiflokkurinn og Samfylkingin verið með fræðslu um slíkt og hlutaðst til um að boðnir verði fram listar í Húsfélögum á vegum framangreindra samtaka.
Þá yrði kátt í blokkunum, en færi að fara um hina flokkana.
8,1% kaus í íbúakosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.4.2012 | 20:27 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru margar náttúruperlur í Reykjavík og um þær þarf að standa vörð. Það er ómetanlegt að geta farið t.d. í gönguferð um slík svæði innan borgarmarkanna. Íbúar hverfa hafa oftast góða yfirsýn yfir hvað þeirra hverfi þarf á að halda í viðhaldi, endurnýjun og breytingum á aðstöðu. Það er aftur á móti nauðsynlegt að það séu skýrar reglur um það hvernig skal standa að slíkum kosningum.
Þórunn Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.