Hér áður fyrr voru starfræktar tilraunastöðvar í landbúnaði um hin ýmsu málefni búskaparins. Þar má nefna tilraunir með kynbætu á ull á Reykhólum, um vöxt og kjötgæði á Hesti í Borgarfirð og kornræktartilraunir á Sámstöðum í Fljótshlíð.
Nú eru Bessastaðir á Álftanesi í sviðsljósinu.
Upp úr árámótunum hófst þar tilraun með undirskriftir til stuðnings núverandi forseta þar sem ekki lá ljóst fyrir hvort hann ætlaði að vera eða fara á vordögum af jörðinni.
Stefndu forkólfar undirskriftarsöfnunarinnar á að fá 40.000 kjósendur til að skrifa á forsetalistann. Var vel búið um málið og birtust forkólfarnir í auglýsingum og héldu ræður með skjaldarmerki lýðveldisins fyrir aftan sig (sem er ólöglegt), líkt og forsetinn gerir um áramótinn og hvöttu kjósendur til að skrifa á forsetalistann.
Ekki náðist í tilætlaðan fjölda kjósenda og var þetta nokkur harmur aðstanda söfnunarinnar. Mál þróuðust hinsvegar þannig að forsetin kvaðst reiðubúin að gefa kost á sér og var helst að skilja að lítið manna val væri fyrir hendi og við lifðum augljósa hættutíma. Fjöldin sem skrifaði á listann var hinsvegar ekki meiri en það að hann dugði einungis fyrir hálfu kjörtímabili. Enda sagið forsetin það að hann gæti hugsað sér að hætt á miðju kjörtímabili. Vandinn er hinsvegar sá að engin er varaforsetinn og svona kosning kostar ca 170 milljónir fyrir ríkissjóð.
Það er að vísu ekki gert ráð fyrir því í stjórnarskrá eða lögum um kosningar til forseta Íslans að hann bjóði sig bar til 2ja ára og hafi sjálfdæmi þar um.
Hins vegar getur verið notadrjúgt að vera komin með 30 þúsund nöfn á lista sem ólm vilja kjósa forsetan og hæg heimatökin að senda SMS á viðkomandi og biðja þá um að útvega eitt stykki kjósand.
Þá eru strax komin 60 þúsund. Svona er alltaf hægt að græða.
Herdís fer í forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.3.2012 | 17:07 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 3
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 566859
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.