Útvegsbændur - Kvikfjárræktarbændur

Bændasamtök Íslands hafa gert búvörusamninga við ríkisvaldið um framleiðslu á búvörum fyrir hönd bændastéttarinnar. Þar hefur samningstíminn að jafnaði verið 7 ár.

FiskitegundirNýtingarsamningar útvegsbænda, 20 ár, er alltof langur tími. Eðlilegt er að útvegsbændur njóti þess ef þeir eru duglegir og úrræðagóðir um rekstur og afkomu að fá framleigu á nýtingarsamningum og ástæðulaust að vera með meinbægni við þá um það.

Þá verur að sjá til þess að allur gjaldeyrir sem verður til vegna sjávarútvegsframeiðslunnar skili sér inn í þjóðarbúið.

Í ljósi nýjusta fregna þar um, samanber Samherja málið, að þá verður þetta að vera alveg skýrt. Aftur á móti felst ekki í þessari vísun um Samherja að þeir hafi verið að gera eitthvað ólöglegt. Venjan hefur verið sú að þeir sem selja eitthvað sem þeir eiga megi selja það við því verði sem þeir vilja og hverjum sem þeir óska, ef ekki eru ákvæði um annað í lögum.

Þjóðarbúið verður að fá gjaldeyrinn inn í hagkerfið, svo landsmenn geti keypt nauðþurftir erlendis frá sér til lífsviðurværis.


mbl.is Styður frumvarpið ekki óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband