Hver tók við stefnunni?

Þetta mál er ekki nægilega vel upplýst og reyfað fyrir almenningi.

Hver t.d. tók við stefnunni frá seðlabankastjóra vegna kröfugerðar hans á hendur ríkinu.

 Hver fer með fyrirsvar af hálfu ríkisins, en í lögum um seðlabanka segir:

,, V. kafli. Stjórnskipulag.
22. gr. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum [efnahags- og viðskiptaráðherra]1) og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. [Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd, sbr. 24. gr. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra.]2)
   1)L. 98/2009, 46. gr. 2)L. 5/2009, 2. gr.

Mér sýnist eftir þessari grein að stefna hefði þurft efnahags- og viðskiptaráðherra sem réttargæslumanni ríkisins.

Þetta getur ekki verið neitt innanhússmál í Seðlabankanum.

Það verður að stefna þeim sem þarf að borga og efna þann samning sem núverandi seðlabankastjóri telur vanefndan.


mbl.is Krefst frávísunar í máli Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband