Dómkvaddir matsmenn - Matsgerðir

Þegar Landsdómur tekur afstöðu til þess hvort  Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra hefði geta gert eitthvað til að forða okkur frá þessu hræðilega bankahruni má búast við að dómendur lendi í þrautum.

Menntun og starfsreynsla dómaranna er breytileg og  nýtist á margan hátt en það er ekki einhlýtt að þeir hafi yfirsýn á öllum flóknum hagfræðilegum málum til að geta kveðið upp sinn úrskurð.

Fyrir liggur að það hefur farist fyrir að halda ríkistjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni svo sem kveðið er á um í 17 gr. stjórnarskrárinnar. Hinsvegar voru efnahagsmálefni oft rædd á ríkistjórnarfundum, í hljóði, undir liðnum önnur mál og lítið bókað. Þetta er oft tíðkað í húsfélögum og þá gjarnan rætt um slátt á garðinum og ýmis smærri atriði.

Til þess að geta glöggvað sig á fyrirbyggjandi atriðum er einsýnt að dómurinn þarf að kalla eftir mati sérfræðinga um hvort eitthvað hafi verið hægt að gera. Til þess þarf að dómkveðja sérfræðinga til að gera matsgerð á útfærsluleiðum.

Ef það kemur í ljós að einhverjar leiðir hafi verið færar má búast við sakfellingu varðandi það atriði.

Ef það kemur hinsvegar í ljós að ekkert hafi verið hægt að gera að þá er ekki hægt að sakfella varðandi þann lið.

Verði það niðurstaðan kemur það jafnframt í ljós að hlutafélagsformið er ónothæft sem félagsform í atvinnurekstri, sérstaklega bankastarfsemi þar sem höndlað er með sparifé einstklinga og félaga.

Það félagsform býður ofmikilli hættu heim og lætur ekki að hagstjórn ríkisvaldsins.


mbl.is Geir gerði það sem hann gat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband