Þjófstart í forsetakosningum

Það er kallað að þjófstart, þegar einn keppandi fer á stað á undan öðrum.

Það er búið að eyðileggja forsetakosninguna að mínu mati með þessari dæmalausu undirskrifarsöfnun.

Það getur engin og gerir vafalaust ekki að undirbúa framboð við þessar aðstæður.

Kosningar eiga vera leynilegar. Þetta er opin kosnin með undirritun. Þetta er að mínu mati múgsefjun.

Nema lýðræðishöfðinginn á Bessastöðum sé svo hræddur að hann þori ekki í kosninga nema að vera búin að fá álitlega forgjöf.

Þetta er sú mesta afskræming að lýðræðishefðinni og helgum rétt manna að nýta sér kosningar að maður hefur aldrei upplifað annað eins. 

Og svo nota þeir skjaldarmerkið óhikað í áróðrinu. Eins og þetta sé eitthvert prívat merki.

 


mbl.is Tæp 15.000 skorað á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég krefst þess að fá að sjá þennan lista. Annars getur hann verið falsaður, til að hafa áhrif á skoðanir og verk almennings. Það þarf nú minna til að hafa áhrif á hjarðhegðun þessarar gagnrýnis-lausu þjóðar.

Nú er nóg komið af vitleysunni.

Birtið þennan lista með öllum þeim sem sögð eru hafa skrifað undir! Þetta stenst varla lög að hafa svona áhrif á gang mála! Lýðræðislegt er þetta alls ekki. 

Það var ekki svo lítið mál hvort kosning til stjórnlagaráðs var lögleg, og svo er ekkert mál að búa til eitthvert svona pressu-leikrit!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2012 kl. 23:47

2 identicon

Engu líkara en að forstetinn sé að heilsa að sið þriðja ríkisins. Takið eftir gaddavírsgirðingunum á Austurvelli. Ágætlega táknræn mynd.

geté (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 00:02

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl verið þið,

Ekki get ég séð neitt að þessum lista svo fremi að menn séu ekki að dæla inn nöfnum í óþökk einhverra sem ekki kæra sig um að vera settir á listann.

ég skráði nafn mitt á listann enda er ég eins og svo margir aðrir á því að hann egi að vera Forseti áfram. Allavega svo lengi sem enginn ábyrgur hefur gefið kost á sér. Ekki hef ég séð neinn álitlegann í framboði enn sem komið er og hvet því sitjandi Forseta til áframhaldandi setu...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 23.1.2012 kl. 01:40

4 identicon

Annað hvort hefur hann sigur í júní eða ekki. Undirskriftir nú breyta öngvu þannig séð. Svo er ekkert ódýrt að fá 3. forsetann á launaskrá.

GB (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 08:44

5 Smámynd: Njörður Helgason

Gömlu Allaballarnir og Möðruvellingarnir gera allt til að koma í veg fyrir ESB.

Njörður Helgason, 23.1.2012 kl. 20:56

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Mig varðar ekkert um hvort einhverjir eru að fíflast og brjóta lög með fölsun undirskrifta Mikka músar og Andrésar andar og bara nefndu það.

Þorri þeirra sem skrifa undir í svona áskorunum eru sómakært fólk sem stendur við undirskriftir sínar .

Hvort um þjófstart er að ræða er spurning?  Hafa ekki sitjandi forsetar ávallt haft það fram yfir aðra ,að hafa átt stólinn vísan ef þeir kjósa svo.

Þannig séð nánast alltaf verið við endamarkið þegar aðrir koma sér fyrir i startholunum, þá sjaldan menn hafa vogað sér að bjóða fram krafta sína gegn Bessastaðaðlinum. Þar fyrir utan tel ég ekki slæman kost að munstra Ólaf eitt tímabil enn.

Gæti hert á vinnu við að ganga frá stjórnarskrármálinu. Sparnaður líka fyrir okkur að þurfa ekki að fóstra fleiri á Forsetalaunum, fyrir utan að okkur vantar ekki nein s.k. snoppufríð "sameiningartákn" eins og árar nú um stundir!  

Kristján H Theódórsson, 23.1.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband