Sjálfstæðisflokkurinn er á móti jöfnun atkvæðisréttarins samkvæmt landsfundarsamþykkt.
Ekkert hefur verið fjallað um niðurstöður landsfundar Sjálfstæðisflokksins á opinberum vettvangi eftir að honum lauk. Á Mbl.is sem ég fylgist reglulega með er ekki einu orði vikið að samþykktum landsfundar. Einungis var síbylkjan þulin um formanskosningarna á meðan þær stóðu yfir.
Á landsfundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt:
Landsfundurinn leggst gegn hugmyndum um breytingar á atkvæðavægi í kosningum til Alþingis, en bendir á nauðsyn þess að lægfæra kjördæmaskipan í landinu.
Stjórnarskráin kveður á um það hvernig þessum málu skuli háttað:
II. 31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.]1)
Hugsanlega kæmust þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram hjá þessu ákvæði án þess að brjóta landsfundarsamþykktina , með því að samþykkja stofnun lítils kjördæmis í Kópavogi og færa 3 þingmenn úr NV-kjördæmi og stitthvorn þingmannin úr NA-kjördæmi og Suður -kjördæmi í Kópavogkjördæmi.
Kjördæmin eru nú 6 en mega vera 7.
2/3 atkvæða þarf á Alþingi til að gera þessar ráðstafanir til breytinga.
![]() |
Gríðarlegur áhugi á framboðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.12.2011 | 13:58 (breytt kl. 14:03) | Facebook
Myndaalbúm
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.