Landstjórnarvald á Íslandi er hjá Alþingi Íslendinga. Alþingi setur lög sem fara ber eftir. Lind lagauppsprettunnar er hjá þjóðinni. Hún hefur síðasta orðið með lagasetningarvald, ef aðstæður bera þannig að. Íslendingar ráða því sjálfir hverjir ráða löndum hér á landi.
Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum er í sameign eftir því sem mér skilst og á íslenska ríkið 25 % af jörðinni í óskiptiri sameign. Við slíkar aðstæður er mjög erfitt að selja jörð vegna þess að það þarf samþykki allra til að veðsetja jörð eða fá leyfi til framkvæmda.
Þess vegna er mjög óvíst að nokkur vilji raunverulega kaupa jörð þar sem ríkið hefur raunverulegt neitunarvald í málefnum jarðar og þeir sem mundu kaupa 75 % af jörð mundu strax rekast á vegg ef ekki væri vilji hjá ríkinu að aðhæfast eitthvað um málefni jarðnæðisins.
Fram hefur komið að aðrir eigendur jarðarinnar Grímstaðar, en ríkið, telja sig eiga 220 ferkílómetra eða 22000 hektara af jörðinni og ásett verð sé 40þús/ha.
Talið er að hlutur ríkisins sé 8000 ha í jörðinni það x 40þús gera 320 milljónir. Tilboð Kínverjans var kynnt fyrir almenningi, einn milljarður. Ein leið til að knýja fram niðurstöðu í málefnum, þar sem fasteign er í sameign, er að óska eftir uppboði til slita á sameign. Það væri hægt í þessu tilfelli af hálfu ríkisins eða annarra landeigenda.
Fram hefur komið í fjölmiðlum að eigendur aðrir en ríkið íhugi skaðabótarmál vegna Kínverjamálsins. Engin veit af hverju Kínverjinn vill eiga jörð á Íslandi í óskiptri sameign með íslenska ríkinu, þar sem hann kæmist hvorki lönd né strönd með málefni jarðnæðisins.
Að mínu mati er skaðabótarmál afar torsótt. Erfitt verður fyrir sameigendur ríkisins að sýna fram á tjón eða skaða og ekkert hefur verið frá þeim tekið. Þeir njóta áfram arðs af eigninni og geta átt þar heima og starfað á jörðinni.
Þessi stjórnsýsla er með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.11.2011 | 22:48 (breytt kl. 23:19) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 63
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 573531
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 177
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara smá viðbót við ágætar pælingar að í tölum þínum gleymir þú að Ævar Kjartansson á held ég 2 til 3% í Grímsstöðum og ætlaði ekki að selja sinn hlut. Þannig að það voru um 71 eða 2% sem Nubo vildi kaupa. Sem og að hann var strax til að afsalasér vatnsréttindum sem og bökkum Jökulsár. Sem gera einhverja hektara í viðbót.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2011 kl. 13:21
Þakka þér fyrir innlitið Magnús.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.11.2011 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.