Það hló enginn

Hér læt fljóta eina örsögu af nágranna mínum fv. Birni Pálsyni á Ytri-Löngumýri. Það er spurning hvort það verði eitthvað hlegið eða klappað þegar Davíð heldur sína ræðu eins og venja er;

Umræður á Alþingi

Á Alþingi hafði Björn gaman af því að láta þingheim hlæja þegar hann hélt ræður. Var ekki sjaldan sem þingheimur veltist um að hlátri þegar hann steig í pontu. M.a. var Björn valinn skemmtilegasti maður þingsins af grínblaðinu Speglinum.

Eitt sinn flutti Vilhjálmur Hjálmarsson, þáverandi menntamálaráðherra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, gagnmerkt frumvarp um grunnskóla. Að lokinni framsöguræðu sinni settist Vilhjálmur í sæti sitt. Hann sér þá að Björn tekur sig upp úr sæti sínu í þingsalnum og stefnir til sín. Taldi Vilhjálmur að nú ætlaði Björn að þakka sér fyrir skörulega framsöguræðu og gott frumvarp. Björn gengur til Vilhjálms, hallar sér að honum og hvíslar í eyra hans:  ,,Hvernig er það Vilhjálmur, það hló enginn ."

Heimild: Vilhjálmur Hjálmarsson fv. Menntamálaráðherra, ævisaga.


mbl.is Landsfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband