Að lifa af landsins gæðum

Vélvæðing hefstRíflegan seinni part síðustu aldar streymdu Íslendingar úr sveitum landsins á mölina og settust að í þéttbýli og hófu að steypa hús, veiða fisk og fara í virkjanavinnu.

Fólk kom úr fámenninu og voru flestir skuldlausir og snauðir eða þannig, þegar þeir mættu til leiks.

Kvikmyndin 79 af stöðinni lýsir þessu andrúmslofti vel, draumum fólks og aðstæðum.

Íslendingar voru ekki fyrr komnir til þéttbýlisins en þeir fóru að streða upp í sveit aftur, en nú til að eignast sumarbústað eða gróðurreit til að dvelja við í fríum og um helgar. Engin vildi vera í borginni um helgar. Bílalestirnar lágu vestur og austur, norður og suður.

Svo fóru skuldirnar að hlaðast upp. Og fólk skuldaði og skuldaði, raðgreiðslur og yfirdráttur, vextir og verðtrygging og vaxtavextir.

Og nú vill engin borga og sagt er að bankarnir hafi platað fólk og Hörður Torfa  er búin að ferðast um heimin og kynna sér málið.

Er þá málið ekki bara að flytja aftur í sveitinna og skilja skuldirnar eftir á mölinni.

Vitaskuld er nauðsynlegt að fólk komi saman og mótmæli en þá verður það á samatíma að koma með hugmyndir að nýju þjóðfélgi og lausnum sem gang upp varðandi afkomu.

Það er til að mynda ekki forsfaranlegt að menn geti ekki brugðið sér hér út á Faxaflóa til að veiða sér í soðið öðruvísi en að koma sem gæpamaður til lands með aflan ef fólk á ekki kvóta.

Við verður að fá að lifa á landsins gæðum, hóflega skuldug.


mbl.is Óhugnanlegur peningaheimur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fólk á að geta búið í sátt og samlyndi á Íslandi.

Allir eiga jafnan rétt, bæði þeir sem búa á mölinni og í sveitinni.

Til þess að það sé hægt að búa í sátt, þurfa borgarbúar og landsbyggðar-búar að virða og hlusta á réttlátar og rökstuddar kröfur um tilvist beggja.

Fólk hefur vit á að gera þetta, en þarf bara að hætta að standa sitt í hverju horninu og togast á um réttlætið, sem er allra réttur að hafa, og á að vera mögulegt að rökræða sig niður á að skilja, hjá þjóð sem telur sig hafa menntað alla jafnt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2011 kl. 20:19

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ágætis ábending hjá þér Anna. Kv, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.10.2011 kl. 22:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fjármálakerfið er allt of stórt það var það þegar fyrir hrunið og það hefur ekki breyst neitt ofurkapp lagt á að bjarga því á öllum vígstöðum á kostnað almenna borgara, einnig mætti fækka lífeyrissjóðum niður í einn því allir ættu að vera með jafnan lífeyri eftir 67 ára aldur. Einnig mætti loka rándýrum sendiráðum sem við erum að kappkosta að hafa út um allan heim, einnig ætti að fullvinna allan afla hér heima og borga þeim sem gera það hærri laun en nú er gert svo að íslendingar fari að vinna við það í meira mæli en nú er.

Sigurður Haraldsson, 15.10.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorsteinn við höfum kosið okkur einstaklinga til að koma með lausnir, það hefru því miður brugðist, og því þarf að segja því fólki upp og fá nýtt fólk með aðrar hugmyndir.  Vissulega getum við lifað af landsins gæðum, en til skamms tíma þótti það hallærislegt, var talað um mussulið, dreyfbýlistúttur, sveitavarg og fjallagrasafólk með hroka og lítilsvirðingu. Samt er allt þetta dæmi um að lifa á landsins gæðum.  Hér þarf hugsanabreytingu fyrst og fremst að læra að bera virðingu fyrir landi okkar þjóð og menningu.  Og viðurkenna að við höfum getað verið sjálfstæðs þjóð í 1000 ár, og getum það enn.  Þurfum ekki að leggjast á beit í ESBklíkubandalagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 23:30

5 Smámynd: josira

Góða fólk, hér er sannleikur, ásamt skýrum og góðum lausnum, að finna í orðum ykkar allra ... í átt til að skapa betra og manneskjulegra þjóðfélag .. Mikið var gaman að staldra við ...  ... þið á þing ! 

josira, 16.10.2011 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband