Komið hefur fram í fréttum að liðsmenn óeirðarlögreglu séu að segja sig frá störfum í óeirðarsveit lögreglu. Eins og þetta birtist í fréttum að þá virðist sem hér sé um hálfgerð sjálfboðstörf að ræða og virðist sem það sé í hendi hvers og eins lögreglumanns að ákveða hvort hann sé í óeirðarlögreglu eða ekki. Svipað og menn séu í björgunarsveitum.
Svo virðist við fyrstu skoðun að engin sérstök lög gildi um óeirðarsveitir og ekkert sérstakt boðvald yfir lögreglumönnum á umrótartímum. Nú er síðuritari ekki lögfróðu, en það kemur á óvart að engin sérstök lög gildi við aðstæður sem komið geta upp eins og nú háttar í þjóðfélaginu.
Þingið er að koma saman núna á laugardaginn og þá virðist sem sá möguleiki sé fyrir hendi að lögreglan verði ekki á staðnum til að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir að engin meiðist eða troðist undir og alþingismenn geti gengið til starfa sinna svo sem þeir eru kosnir í lýðræðislegum kosningum.
Það virðist sem nauðsynlegt sé að sett séu sérstök lög um óeirðarlögreglu.
Þess vegna legg ég til að Alþingi verði sett á Þingvöllum undir berum himni og þingmenn sitji á hestum sínum við þingsetninguna í þetta sinn og geti þá riðið frá þingstað í allar áttir ef til ótíðinda dregur.
Lögreglumenn sitja enn á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.9.2011 | 18:41 (breytt kl. 18:51) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 566815
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 694
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu öngvar áhyggjur af þessu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður/kona er víst búinn að semja við hjálparsveit skáta og megum við eiga von á Tívolíbombum og flugeldaskothríð ef við högum okkur ekki vel á Austurvelli.
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.