Nú eru miklir alvöru tímar. Mikil ringulreið hefur átt sér stað í þjóðfélaginu vegna hrunsins. Þeir flokkar sem tóku við eftir hrun hafa barist áfram eins og bændur fyrr á öldum í hríðarveðri ellegar sjómenn við brimskafla. Það má eiginlega sæta furðu að menn þar á bæ hafi ekki farið að gráta yfir öllu þessu fári. Þeir í stjórnarandstöðunni hafa þó eftir því sem ég hef heyrt grátið á laun yfir óförum sínum.
Guðmundur kann til verka- ef til vill. Það má eiginlega segja að hann sé einskonar verktaki í þessu máli eða gangnaforingi.
Það hlaut að koma að þessu.
Ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera. Ekki get ég stofnað stjórnmálaflokk eins og Guðmundur þó ég sé alinn upp innan um Framsóknarmenn og hafi alla tíð þótt vænt um þá.
Ég hef orðið fyrir nokkrum útgjöldum vegna þess að ég hef haft mig í frammi í máli sem varðar misvægi atkvæða og þurfti að fá lögfræðaðstoð til að skrifa Umboðsmanni Alþingis.
Ég er að hugsa um að fara að safna dósum í Suðvesturkjördæmi til að hafa upp í kostnað og þá er náttúrlega hægt að ræða við fólk í leiðinni um stjórnmál.
Áhugi víða fyrir nýju framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.9.2011 | 22:24 (breytt 24.3.2013 kl. 12:39) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Guðmundur kann til verka-" Guð hjálpi þér Þorsteinn, en þetta reddar þér kanski fyrir horn."ef til vill". Það vottar fyrir einhverjum efasemdum. Svona rugl skilar engu nema kanski að koma þessum rugludalli aftur á þing í næstu kosningum enda leikurinn til þess eins gerður. Sá ekki fram á öruggt sæti hjá Samfó og dreif sig því í gamla flokkinn pabba síns, Framsókn og sá fljótt að þar var staðan engu vonbetri og þá er bara eitt eftir; stofna eigin flokk þar sem hann getur hugsanlega gert sér vonir um þingsæti eða allavega fyrsta sæti á lista.
Hvað sá listi fær hinsvegar mörg atkvæði er annað mál.
Viðar Friðgeirsson, 21.9.2011 kl. 23:02
Guðmundur kann til verka. Hann er alinn upp í stjórnmálaumhverfi og veit hvenar á að þegja og hvenær á að tala.
Það er mjög stór hópur af kjósendum sem vantar forustu og verkstjórn.
Guðmundur mun sem gangnastjóri gefa út nokkurskonar fjallskilaseðil. Hvar hvera á að vera og hvað viðkomandi á að gera.
Það eru margir ,,ruglaðir" núna vegna þjóðfélagsaðstæðna og erfiðleika, en þeir hafa líka kosningarétt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.9.2011 kl. 06:58
Samála, Guðmundur kemur til með að sameina stjórnleysingana og óákveðna. Nýtir ser auðvitað Besta flokkinn, hækju Samfylkingrinnar.
Björn Emilsson, 22.9.2011 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.