Er ekki mikið betra þegar nýtt umferðarmannvirki verður hannað við Múlakvísl að láta ána renna yfir, en hafa umferðina undir í steyptum stokk?
Ef það er hægt að reka 40 símastaura niður undir bráðabirgðabrúna að þá er nóg dýpi.
Ástæður fyrir því að brúin fór eru væntanlega að rýmið undir gömlu brúnni var of lítið, flóðið var of mikið, brúin var ekki nógu sterk, ásamt ýmsu öðru.
Ef málið er hugsað upp á nýtt og virkjanaverkfræðin notuð að setja umferðina í steyptan stokk og eða göng og áin látin renna frjáls yfir þann stokk þá er málið leyst varðandi framtíðarhlaup í ánni.
Eru ekki einhverjir góðir verkfræðinga tilbúnir til að hugsa málið og taka það sér?
Fylktu liði yfir brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.7.2011 | 14:53 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 957
- Frá upphafi: 573202
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 847
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorsteinn! Mér finnst þetta góð hugmynd hjá þér, annað hvort að gera göng eða hækka hana þannig að það vatni ekki upp í hana.
Eyjólfur G Svavarsson, 16.7.2011 kl. 15:03
Prýðileg hugmynd. Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að svona göng yrðu margfalt dýrari en brú, og þyrftu að vera frekar löng til að þola Kötluhlaup af stærri gerðinni svo ekki sé hætta á að þau einfaldlega fyllist af vatni. Þetta mætti þó hugsanlega leysa þannig að á endunum væri lokubúnaður tengur við vatnshæðarskynjara ofar í ánni sem myndu loka endunum og gera þá vatnsþéttatil að verja mannvirkið. Ég myndi samt ekki vilja vera á ferðinni í bíl sem myndi lokast inni í göngunum ef svo ber undir. En svona hugmyndir eru samt alveg þess verðar að skoða, það er marg klikkaðara sem mannkyninu hefur dottið í hug á sviði umferðarmannvirkja. Í Þýskalandi er til dæmis skipaskurður sem liggur á brú yfir ánna Elbe, virðist kannski frekar brjáluð hugmynd en sýnir bara að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi:
Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2011 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.