Vegagerdin stendur sig

Vegagerd ríkisins er med altraustustu stofnunum landsins.

Vegagerdin hefur lagt vegi um strjálbylt land og á heidur skilid. Leist úr margvíslegum  verkefnum.

Svo eru smákóngar í Mýrdal ad belgja sig út, daginn eftir ad brúinn fer vegna náttúruhamfara og telja þetta allt hid minnsta mál. Jafnvel ríkisstjórninni ad kenna. Menn sem hanga inni yfir ferdamonnum og drekka kakó yfir há bjargraedistímann.

Slíkir menn mega thakka fyrir ad fá far med rútunni til Reykjavíkur, fari Katla ad gjósa sem ekki er komid á hreint med.


mbl.is Byrja á brúargerð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heyr, heyr!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 14:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má satt vera að Vegagerðin hefur staðið sig með ágætum víða og sú gagnrýni sem komið hefur á hana síðustu daga er kannski óréttmæt.

Hitt er annað mál að margt er hægt að gagnrýna í störfum þessarar stofnunar. Tilhneiging fræðinga hennar til að hundsa ráðleggingar heimamanna þegar verið er að velja ný vegstæði er vel þekkt og nýjasta og sennilega dýrasta dæmið vegurinn yfir Þröskulda. Ekki einungis varð þessi vegur mjög dýr í framkvæmd, heldur er kostnaðurinn við að halda honum opnum yfir veturinn með því hæðsta sem þekkist á hvern kílómeter. Allir heimamenn voru þó búnir að benda sérfræðingum Vegagerðarinnar á að sennilega væri ekki til verra vegstæði en það sem valið var, með tilliti til snjóalaga. Bent var áa aðra leið sem var mun ódýrari í framkvæmd, hefði stytt leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur mun meira og sú leið er við sjávarmál og því ekki um snjóvandamál að ræða. 

Þó voru ekki allir ósáttir. Þeir sem vinna við snjómokstur voru ánægðir. Þeir tveir vetur sem þessi vegur hefur verið í notkun hafa verið einstaklega snjóléttir, nema á veginum um Þröskulda, þar hefur verið nægur snjór, jafnvel verið nær ófært þar þegar Ennishálsinn hefur verið auður. Vegurinn um Þröskulda átti einmitt að leysa Ennishálsinn af!

Þá er með ólíkindum að ekki skuli vera hægt að leggja nokkurn veg beint hér á landi. Jafnvel vegurinn um Mýrarnar er með hinum ólíklegustu sveigjum og beygjum, þó hann liggi um endalaust og marflatt mýrarsvæði.

Ýmislegt fleira er hægt að telja til sem gagnrýni á Vegagerðina, en hvort rétt sé að gagnrýna viðbrögð hennar vegna atburðana nú um helgina er svo allt annað mál.

Gunnar Heiðarsson, 11.7.2011 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband