Snemma á búskapartíma mínu eigaðist ég mjög fallegan jarpskjóttan fola. Mér fannst þetta fallegasti hestur sem ég hafði séð og hafði miklar væntingar til.
Folinn var tekinn inn til tamningar og var ég að bardúsa við að að spekja hann og temja. Þegar á reyndi var hesturinn slægur og hrekkjóttur.
Ræddi ég þetta við Grím Gíslason þið vitið ,, þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi" en hann var góður hestamaður. Grímur sagði mér að ég skyldi bara skjóta folann áður en hann ylli skaða eða slysum. Ég var tregur til að fara þannig í málið.
Nú, nú svo atvikaðist það að í september kemur maður ríðandi og er á leið yfir Kjöl nánar tiltekið yfir í Biskupstungur. Maðurinn vildi kaupa hestinn en var auralaus svo ég læt hestinn og fæ víxil fyrir kaupverðinu.
Líður nú og bíður og velti ég þessu máli ekkert fyrir mér fyrr en í réttum árið eftir að nágranni minn Páll á Höllustðum víkur sér að mér og segir mér að það sé skjóttur hestur með blaðstýft framan h. og sneitt aftan v. auglýstur í Borgarfirði og geti eigandinn vitjað hans í Svignaskarði.
Ég fer suður að Svignaskarði og það var laukrétt þetta var hesturinn sem ég hafði selt ári áður. Hafði maðurinn tekið hann með sér á Snæfellsnes og var hesturinn að strjúka norður og var á réttri leið þegar hann var handsamaður. Víxillinn var ógreiddur.
Skúli á Svignaskarði skaut hestinn á færi og seldi ég Matarfélaginu á Hvanneyri skrokkinn og átu Hvanneyringar hann. Það sem mér fannst merkilegast við þetta var ratvísi hestsins, að ver á réttri leið norður bara eins og Norðurleið.
![]() |
Góð stemning á hestamannamóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.6.2011 | 21:25 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 44
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 851
- Frá upphafi: 580648
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 683
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.