Allt í plati hjá Katrínu

Þetta er ekki gott mál fyrir Katrínu. Það virðist ekki vera tekið mark á orðum hennar og þau talin litlu skipta. Þó höfðu ,,samningamenn Icelandair hallað sér aftur í sætum sínum, rennt sér frá samningaborðinu og farið að bíða eftir því að þeir yrðu skornir niður úr snörunni" er haft eftir Mbl.is sem hafði það eftir Stöð 2, sem hafði það eftir Kjartani Jónssyni,  þegar þeir heyrðu orð hennar. Það var gott að þeir duttu ekki aftur fyrir sig. Þeir hafa sennilega verið með beltin spennt eins og tíðkast í flugtaki og allt er í háalofti.

Katrín virðist segja si svona eitthvað út í loftið og vera hálf utan við sig með rómantískt blik í augunum enda nýgift. Allt í plati og voða gaman.

Hún er sennilega í einhverskonar sveiflujöfnun, en það er gott orð yfir það þegar jafna þarf út árstíðarbundnar sveiflur í sambandi við vinnu.


mbl.is Orð Katrínar skiptu ekki máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það setur enginn lög á flugmenn án réttlátra kjara þeirra, svo mikið er víst!

Ekki einu sinni þessi ágæta stúlka, sem heitir Katrín Júlíusdóttir!

Svona er blákaldur raunveruleikinn bara.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 21:25

2 identicon

Það er ekki neitt til að setja lög á, mennirnir ætla að vinna sína vinnu, þeir ætla bara ekki að vinna yfirvinnu. Ef ég veit rétt hefur það legið lengi fyrir að Icelanair hefur ekki náð að manna sumar áætlunina, hversvegna, má svo velta fyrir sér.

Bjössi (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 21:34

3 identicon

Hvað er að því að einkahlutafélög, eins og Icelandair, sem ganga virkilega vel, veiti starfsfólki sínu mannsæmandi hækkanir. Eiga allir að vera steyptir í sama 12% mótið eins og mafían SA vill? Það er ekki allt að ganga illa hér, sem betur fer. Ég er klár á því að ef flugmenn fá meiri hækkun en þessi "hefðbundna" hækkun er þá mun það skila sér til þeirra sem á eftir koma, allavega að einhverju leyti. Mun betra fyrir okkur launþega að þeir nái betri árangri heldur en að allur þessi hagnaður fari bara í hluthafa. Erum við ekki búin að læra nóg af þessum hluthafa-kapítalisma?

Ég segi ÁFRAM FLUGMENN - það erum við starfsmenn þjóðarinnar sem sköpum verðmætin, ekki hluthafarnir !!!

Sigurður (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband