Flugmannsnámið dýrt

Á flugvelliÞað er misjafnt hversu nám hinna ýmsu starfstétta kostar viðkomandi. Yfirleitt er kennslan og námið ókeypis fyrir námsmanninn. Þjóðfélagið borgar kennurum og útvegar skólahúsnæði. Einhver skólagjöld eru greidd af námsmanni en eru óveruleg en sem komið er. Erlendis eru skólagjöld yfirleitt há.

Námsmenn þurfa samt sem áður að vera við nám kauplaust en geta á móti fjármaðgnað sig með lánum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Á fyrritíð reyndu mámsmenn að að fjármagna námið með sumarvinnu, svo sem í virkjunum, síld eð byggingavinnu. Nú er það að mestu liðin tíð.

Hjá mér var eitt sinn strákur í sveit og kenndi ég honum á dráttarvél nánar tiltekið, Ferguson TF 20 model 1956. Pilturinn hefur ýmist verið flugmaður eða flugstjóri á Booeing þotum. Ég segi í gamni við sjálfan mig að ég hafi komið mér upp flugstjóra.

Flugmenn þurfa að kosta nám sitt að mestu úr eigin vasa eftir því sem ég best skil. Flugtímar eru svimandi háir. Flugið er árstíaðrbundi og við því er lítið hægt að gera. Kennarar og sjómenn hafa þurft að búa við slíkt.

Áhugavert væri að við gerð kjarasamninga væri stillt upp tveim launatöflum annarvega launtöflu sem væri hugsuð til að greiða upp í það sem námið kostaði og hinsvegar vinnulaun.

Þá gæti skýrst betur í almennri umræðu hvað hin ýmsu nám kosta fyrir einstaklingana. 


mbl.is Kjaradeila flugmanna óleyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband