Hrafnkelssaga Freysgoða greinir frá miklum höfðingja á Austurlandi sem var yfirgangssamur ósvífinn og frekur við samtímamenn, en linur og blíður við þá er fylgdu honum að málun.
Hann drap smalamann vegna þess að hann hafði riðið graðhesti hans í leyfisleysi. Urðu af þessu málaferli og var Hrafnkell dæmdur féránsdómi á Alþingi. Þá var löggjafarvald og dómsvald sæmilga sterk og í stakk búið að sinna sínu hlutverki, en framkvæmdavaldi veikt. Þannig vissi Hrafnkell að erfitt yrði að koma fram hinum uppkveðna dómi yfir honum þar sem hann var aðal höfðingin á Austurlandi og engir höfðingar sem gætu stutt dómhafan til að fullnusta dóminn yfir Hrafnkatli. Það tókst þó að loku.
Það er eðlilegt og tímabært á þessum degi að gefa gaum, hvernig ríkisvaldi er statt á Íslandi.
Ríkisvaldið er flókið fyrirbæri en greinist í þrjá þætti. Löggjafarvald sem Alþingi og forseti fara með. Dómsvald þar sem dómarar dæma eftir settum lögum og réttarvenjum og svo framkvæmdavald sem er ríkistjórn, sveitarstjórnir og allskonar stofnanir og samtök, þar á meðal stéttarfélög sem í dag halda daginn hátíðlegan.
Talað hefur verið um ráðherraræði og þeir hafi mikil áhrif. En er það svo?
Þegar horft er yfir sviðið nú á tímum er framkvæmdavaldið frekar veikt. Það hefur mikið verið talað um Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann og að þessar stofnanir hafi klikkað í aðdraganda hrunsins og allir menn líkir Hrafnkatli Freysgoða hafi fengið að leika lausum hala.
En hvað um aðra þætti ríkisvaldsins svo sem skattembættin, sýslumamsembættin og Ársreinignsskrá svo dæmi sé tekið.
Það hefur komið fram að einn útgerðarmaður sem situr á Alþingi gat greitt sér milljóna arð af útgerð sinni þó hún sýndi tap. Þetta á varla að vera hægt. Af hverju sá skatturinn þetta ekki?
Dæmi kom upp að skuldabréf var þinglýst á hús sem ekki var búið að taka grunnin af. Af hverju tók sýslumaðurinn ekki mynd af húsinu?
Fyrrverandi formaður Vinnuveitandasambands Íslands sem rak steypufyrirtæki og var komið í mikið þrot var spurður að því hvers vegna hann hafði ekki sent Ársreikningsskrá rekstrar og efnahagsreikning fyrirtækisins til Ársreiningskrár svo hægt væri að greina stöðuna.
Þá svaraði kallinn, ekki er ég að spyrja ykkur í hvernig nærbuxum þið eruð. Nærbuxur eru sem sagt orðnar aðal gunnfáni atvinnurekenda enda eru þeir margir komnir með allt niðrum sig, þó svo margir séu vel girtir í brók.
Niðurstaða mín svona í fljótlegheitum er sú að dómskerfið er í góðu lagi. Löggjafarvaldið er svona bæði og, ákveðin trygging eftir að það komst í hendur þjóðarinnar með atbeina forseta Íslands, þó það sé að vísu mjög vandmeðfarið ákvæði.
Framkvæmdavaldið er veikt eins og á dögum Hrafnkels Freysgoða.
Góðar stundir.
Hingað og ekki lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.5.2011 | 14:46 (breytt 20.8.2016 kl. 10:51) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566933
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.