Þessi umræða í kring um matsfyrirtækin og umræða þeirra og niðurstöður þeirra sjálfra eru mjög einkennilegar.
Forseti Íslands hefur bent á ósamræmið þegar matsfyrirtæki voru með háar einkunnir á öllu hér rétt fyrir hrun. Með því eru þau beinlínis staðin að því að vera ótrúverðug og hafa ekki raunhæft vald á hlutverki sínu.
Þá vantar alla þætti í umræðuna svo sem eignir sem standa á móti skuldum og hvernig framleiðsluþættirnir standa sig.
Á Íslandi eru miklar eigni í landinu og gæðum þess til land og sjávar. Hér eru hafnir, vegakerfi, allskonar fasteignir , bújarðir, verksmiður, skólar og menntakerfi, ferðaþjónusta, flutningatæki á landi, sjó og í lofti, fiskvinnsla og fleira og fleira.
Hér er friður í þeim skilningi að ekki eru vopnuð átök, þó á vissan hátt sé hér byltingarástand, að þá vegast menn á með orðum, lagabókstaf og atkvæðisréttinum.
Framleiðsluþættirnir virka; allur fiskur er veiddur sem má veiða, orkukerfið virkar, stóriðjan malar, landbúnaður er í fullri framleiðslu á því sem má framleiða og svona má lengi telja upp. Byggingariðnaðurinn er að vísu stopp. En það helgast af því að búið er að byggja hér á 70 árum sem hefur tekið Evrópuþjóðir aldir að byggja.
Það hlýtur að vera eðlileg krafa að matsfyrirtæki sem vilja láta taka sig alvarlega horfi til framleiðsluþáttanna og hvernig þeir ganga.
Þessi umræða matsfyrirtækjan birtist sem pólítísk umræða fremur en fagleg og heildræn.
Margt sem getur leitt til lækkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.4.2011 | 20:10 (breytt kl. 20:52) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.