Lóðarleigusamningar við sumarhúsaeigendur innan þjóðgarðsins á Þingvöllum runnu út um mitt síðasta sumar, en voru framlengdir til áramóta 2010-2011.
Þingvallanefnd með alþýðuforingjana Álfheiði Ingadóttur, Björgvin G. Sigurðsson , Þráinn Bertelsson hafa nú framlengt lóðarleigusamning til 10 ára og er nú verið að ganga frá undirritun þeirra samninga.
Leiguupphæðin er 219 kr pr. lóð að lámarki á dag.
Ég hef ekki komið auga á lagaskyldu Þingvallanefndar til að framlengja þessa samninga eða að leysa sumarbústaðina til sín á matsverði. Auk þess er spurning hvort það sé samrýmanlegt að vera með sumarbústaði innan þjóðgarðs og hvort það samrýmist reglum um fornminjaskráningu svæðisins á heimsminjaskrá Unesco.
Í staðin fyrir að framlengja lóðarleigusamningana til 10 ára, átti vitaskuld að semja brottfaraáætlun um rýmingu svæðisins. Hvort sem áætlunin hljóðað upp á 5 eða 10 ára aðlögunartíma. Hús hafa oft verið flutt á Íslandi. Þannig þurfti að flytja hús úr Skerjafirði í Laugarnes á sínum tíma vegna gerð Reykjavíkurflugvallar og vafðist það ekki fyrir mönnum.
Nei í staðin fyrir það heykjast alþýðuforingjarnir í hnjánum og veita samningum upp á 219 kr brautargengi til 10 ára í þjóðgarðinum.- 19 kr hærra en almúginn verður að borga til að fá að fara á kamarinn á Þingvöllum.
Það er svo sjálfstætt rannsóknarefni hver gaf leyfi fyrir byggingu sumarhúsa á Þingvöllum á sínum tíma og hvernig stóð á því.
Gjaldtaka á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.4.2011 | 18:20 (breytt 25.5.2013 kl. 11:28) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 573362
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alþýðuforingjarnir, já? Þetta eru dálítið óvenjulegar vangaveltur hjá þér um óbreytta stöðu forgangshópsins á Íslandi. Það hefur ekkert breyst. Það var víst aldrei skrifuð nein rannsóknarskýrsla- eða var hún bara kannski ekki lesin?
Ég ber að nokkru ábyrgð á setu Þráns Bertelssonar á Alþingi því hann var í framboði í mínu kjördæmi. Ég sé eftir þessum Þráni sem ég taldi mig vera að kjósa og hef litlar mætur á þessum manni sem mætti í hans stað inn á Alþingi. Mér finnst Þrainn líkjast Steingrími J. Gaman að hlýða ræðurnar og þar með búið.
En hvað er að, af hverju er ekki neitt gert af viti á Íslandi, eins og við eigum mikla möguleika og eigum að geta verið ánægð í þessu besta landi heimsins?
Árni Gunnarsson, 20.4.2011 kl. 11:16
Árni, ég hef nú svona verið að velta þessum málefnum innan Þjóðgarðsins fyrir mér, vegna þess að leið mín lá um Þjóðgarðinn í sumar. Þá kom ég að gaddavírsgirðingu og komst ekki eftir vatnsbakkanum en var samt innan Þjóðgarðsins
Mér fannst þetta frekar óþægilegt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.4.2011 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.