Hafa útvegsmenn farið vel að ráði sínu og reynst þjóðinni vel?
Hafa þeir traust almennings?
Hefur hagræðingin skilað tilætluðum árangri?
Hafa skuldir útvegsins hækkað eða lækkað?
Hafa fiskistofnar stækkað?
Var útgerðarauðurinn notaður í eitthvað annað?
Vitanlega eru margir útsjónarsamir og duglegir útvegsbændur.
En - ég held að það verði að fara afar gætilega að skipta eitthvað um gír núna.
Það ber að umgangast útvegsmenn með gætni og varúð.
Það eru margir sem geta veitt fisk og spurningin hvort allur fiskur ætti ekki að koma til löndunar á Íslandi og vera unnin hér heima í neytenda pakkningar.
Nálgun í útvegsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.4.2011 | 08:32 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 573481
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 131
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér Þorseinn við afarnir og langafarnir getum rifið kjaft þessir menn geta ekki ógnað okkur lengur.
Það er ömurlegt að þurfa að horfa uppá þessa menn voga sér að hótast við rétt kjörna ríkisstjórn landsins. Ef þeim tekst að halda hér óbreyttu ástandi óttast ég um afkomendur þessarar þjóðar að eiga lífshlaup sitt undir þessum kónum. Það er ekki glæsileg framtíð.
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 12:37
Íslenskar útgerðir eru virtar á alþjóðavettvangi.Þegar gengið féll um 50% þá hækkuðu skuldir íslenskra útgerða samsvarandi eins og hjá öðrum.Þeir sem baknaga íslenska útgerð mest í dag eru menn sem hafa jafnvel fengið kvóta úthlutað út á nafnið eitt, með sérstakri undanþágu og klúðrað síðan öllu,verið dæmdir ónotandi og reknir. Þeirra málflutningur einkennist af hatri og er að engu hafandi.
Sigurgeir Jónsson, 2.4.2011 kl. 13:36
Enginn atvinnurekandi, hvort sem er til sjós eða lands getur gert kjarasamning ef til stendur að þjóðnýta fyrirtækið næsta dag.Þetta skilja jafnvel menn sem ekkert heilabú hafa, sem eru sem betur fer fáir.
Sigurgeir Jónsson, 2.4.2011 kl. 13:40
Þær línur sem ég hef sett á blað hér fyrir ofan eiga ekki við þig, Þorsteinn.Ég ber milkla virðingu fyrir öllum sem gera upp gamlan Ferguson,og virðingin er líka mikil fyrir þeim þarfa grip.Kv.
Sigurgeir Jónsson, 2.4.2011 kl. 13:46
Útgerðarmenn sem ég þekki eru flestir duglegir og heiðarlegir menn. Hafa metnað fyrir sínum byggðarlögum og hugsa vel um sitt fólk. En það eru alltaf undantekningar.
Þó það séu gallar á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er samt staðreynd að útgerðin hefur líklega aldrei skilað jafn miklum tekjum í þjóðarbúið.
Við getum breytt kerfinu í þá átt að tengja veiðirétt meira við byggðir og láta stjórnmálamenn fá meiri völd í úthlutun veiðiréttar. En við vitum að það mun leiða til óhagræðingar og minni tekna.
Við getum inkallað kvóta og boðið hann upp. En það kæmi fram í bókhaldi útgerðarfyrirtækja sem minni hagnaður og þar af leiðandi minni skatttekjur. Áfram myndu þeir ríkustu geta boðið mest í kvótann á uppboðum. Þá yrði aftur farið að handstýra veiðirétti af stjórnmálamönnum sem við vitum hvernig mun enda.
Þorsteinn Sverrisson, 2.4.2011 kl. 13:48
Ha, á að fara að þjóðnýta sjávarútveginn, Sigurgeir? Ég hef ekki heyrt það.
En það hafa komið fram hugmyndir að innkalla veiðiheimildir á 20 árum og á þeim 20 árum jafnframt að ráðstafa þeim samkvæmt markaðslögmálu, svona mingra þeim út, það er að segja sá sem bíður hæst í þær heldur áfram að nýta þær.
Í atvinnurekstri á og verður alltaf til eiginfjármyndun sem síðan er notuð til að endurnýja framleiðslutækin.
Hvað verður um alla þessa eiginfjármyndun í útveginum?
Það eru bara eintómar skuldir.
Átti ekki að hagræða?
Sigurgeir hún er voða fátækleg heimsíðan þín. Þú ættir að reyna að fá þér einhverjar myndir svo hún yrði líflegri. En það er náttúrlega smekksatrið hvers og eins. Gangi þér vel.
Og nafni þú segir að útgerðamenn hugsi vel um sitt fólk.
Meðal annarra orða, eiga þeir eitthvert fólk.
Sjómenn, fiskverkafólk, iðnarmenn og sérfræðingar, selja bara útgerðamönnum verðmæti, sem heitir vinna og svo á hver sig.
Þakka ykkur fyrir spjallið félagar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2011 kl. 14:34
Fyrirgefðu Þorseinn Sigurgeir virðist beina máli sínu til mín svo ég tek mér bessaleyfi að svar þó vart sé þessum manni svara vert.Ég lofa að vera eins kurteis við sveininn og mér frekast er unt.
Helst vildi ég að íslenskar útgerðir væru hátt metnar hér þar sem þeir fá kvótann. Víst eru flestar útgerðir reknar af besta fólki en afhverju þurfa þær einokun til að þrífast?
Ég skaffaði minni útgerð stærsta kvóta á landinu og var það út á störf okkar áhafnarinnar sú útgerð hefur núna 9800 tonna kvóta frá okkur af tveim skipum plús 926 tonn af úthafskarfa sem við náðum í á 26 dögum í úthafinu.
Var settu á dauðalista útgerðar 1996 af klíkunni kringum Þorstein Má og rekinn þrátt fyrir að vera búinn að vera ein af þrem skipstjórum með mesta aflaverðmæti í 20 ár. Hver er þinn ferill Sigurgeir huldu maður sem vegur að mönnum undir fölsku flaggi eins og titturinn fyrir norðan
Margir útgerðamenn eru besta fólk en ég veit ekki af hverju þau láta Þorstein draga sig á asnaeyrunum út í svona vitleysu eins og nú er í gangi. Ekki stendur til að þjóðnýta eitt einasta fyrirtæki svo ég viti bara að allir sitji við sama borð. Varðandi heila bú minnir þú mig helst á hænu sem er heimskasta skeppna sem ég hef kynnst.
Þú kannt ekki að bera virðingu fyrir neinu því þú ert ekki virðingar verður sjálfur. Please dont call me when you are drunk!
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 15:07
Sæll Ólafur Örn, hvernig myndir þú vilja láta breyta kerfinu þannig að allir sitji við sama borð? Viltu láta inkalla kvótann og bjóða upp? Verða þá ekki áfram þeir best stæðu sem myndu kaupa veiðiheimildirnar?
Þorsteinn Sverrisson, 2.4.2011 kl. 15:22
Atvinnurógur er þjóðaríþrótt íslendinga.Ég get ekki ímyndað mér að nokkur þjóð tali eins illa um höfuð atvinnuvegi sína. Meira að segja framkvæmdavaldið heldur uppi rógburði gegn mönnum sem þó vinna að öllu leyti eftir þeim reglum sem löggjafinn hefur sett. Kaffihúsakommar og umhverfisbullur fara þar fremstar í flokki.
Snorri Hansson, 2.4.2011 kl. 15:48
Enginn atvinnurekandi, hvort sem er til sjós eða lands getur gert kjarasamning ef til stendur að þjóðnýta fyrirtækið næsta dag.Þetta skilja jafnvel menn sem ekkert heilabú hafa, sem eru sem betur fer fáir.
verður kjarasamningurinn ekki þjóðnýttur líka,
Var einhver að tala um skort á vitsmunum
Það er löngu tímabært að senda þennan grátkór út í hafsauga sem kallast útgerðamenn,
Sigurður Helgason, 2.4.2011 kl. 15:50
Já Þorsteinn ég hef mínar hugmyndir um hvernig er best að gera þetta. Það vill þannig til að við vorum langt á undan okkar samtíð þegar við settum hér á Sóknarmark með stopp dögum og vissum dögum í þorsk og vissum dögum á annan fisk en þorsk.
Þetta kerfi virkaði vel og það var sátt. Við sáum fiskstofnana styrkjast og við fengum þann fisk sem var til staðar og þurftum ekki að vera velja stanslaust þessa sort og hina sortina eins og nú er. Við tilkynntum þegar við komum í land hvaða leyfi við notuðum þorsk leyfi eða skrap leyfi með 15% þorsk 10% eða 5% af þorski enginn fór á sjó án þess að mega vera með einhvern þorsk og sá þorskur sem fór fram yfir þá leið sem skipstjórinn valdi hverju sinni fór í Ríkissjóð.
Þorsteinn það grátlega er að við fáum ekki að kjósa um að fara þessa leið. Þetta er hægt að framkvæma með einu pennastriki og þarf ekki einu sinni að kalla skipin inn. Allur fiskur berst að landi og við hámörkum veiðina. Handfæraveiðar að sjálfsögðu gefnar frjálsar þegar í stað.
Þetta kerfi eigum við og getum sett á núna. Það verða engin ragnarök aðeins betra mannlíf og peningar fara aftur að renna um æðar þjóðfélagsins eins og vera ber.
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 16:50
Hafið ekki áhyggjur Össur Skarhéðinsson vill gefa ESB Löndum fiskveiði heimildir okkar,þannig að við höfum ekki not virir okkar Útgerðamenn lengur. Við verðum að losa okkur við Össur úr Pólitík,svo land okkar verði ekki innlimað ESB.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 20:01
Það er ekkert mikið mál að koma sjávarútveginum í lag. Úthafsverksmiðju togarar verði í úthöfum og hafi því ekki kvóta hér. Vilji þeir veiða í landhelginni þá kaupa þeir hann. Það verða frjálsar veiðar og allt í höndum Heimalandandi skip/bátar verða á frjálsum veiðum. Útflutningur verði aðeins á fiski sem vinnslu hús þurfa ekki.
Hér var nægur fiskur í sjó meðan nánast öll Evrópa stundaði veiðar á Íslandsmiðum. Auðvita komu slæm ár en þau góðu komu aftur. Menn vita ekki afhverju en það getur verið að sumir muni að Bretar sérstaklega kreistu hrogn og svil í fötur á hringingatímanum, hrærðu vel í og það kom tugum milljónum litlum seiðum á sporið. Þetta gerðu flestir bresku togararnir en engin Íslendingu svo ég viti. Gefum okkur að það hafi verið 100 breskir togarar sem gerðu þetta yfir hringingatímabilið þá hefir það mögulega skapað 100 sinnum 39 milljónir seiða en til að gera tortryggna vísindamenn þá skulum við deila með 10 sem gerir 390 milljónir seiða sinnum 10 kíló eftir nokkur ár þá höfum við 390 milljónir kílóa sinnum tíu sem gerir tæpa 4 milljarða kílóa af þorski aðeins. Það sem ég er að segja er að það var ástæða fyrir öllum þessum fiski fyrir 200 mílna landhelgina ásamt allri þessari ofurstjórnun.
Valdimar Samúelsson, 2.4.2011 kl. 20:14
Þetta er athyglisvert Valdimar þetta hef ég nú bara aldrei heyrt að Bretar hafi gert þetta. Við sjáum nú að hægt er að gera þetta í eldinu hvers vegna ekki á hafi úti. Já þetta voru stórir flotar hér á árum áður og færeyskir saltfiskskip sem tóku mikið til sín og alltaf var fiskur mis mikill eins og alltaf verður en fiskur.
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 20:27
Valdimar, ég hef aldrei heyrt þetta með hrygninguna. En þóttist hafa lært það í barnaskóla að hver þorskur hrygndi 10 milljónum hrogna.
Heimildir mínar úr Grindavík eru þær að það sé erfitt að koma önglum niður í sjó því það er svo mikill fiskur.
Ég er svo sem ekki vel að mér um rannsóknarstarf Hafró, en vantar ekki meiri rannsóknir?
Smá fróðleikur um þorsk:
Þorskurinn er botnfiskur sem lifir frá nokkurra metra dýpi niður á 600 m eða dýpra. Algengastur er hann á 100-400 m dýpi, á sand- og leirbotni sem og hraun- og kóralbotni. Við suðurströndina verður þorskurinn fyrst kynþroska 3-5 ára en við norðurströndina 4-6 ára.[2] Hrygningin hefst venjulega síðari hluta mars hérlendis og er lokið í byrjun maí, aðallega á grunnum undan Suðurlandi frá Reykjanesi austur í Meðallandsbug. Hún fer fram á um 50-100 m dýpi miðsævis og getur fjöldi eggja verið frá hálfri milljón upp í 10-15 milljónir. Hrygna getur verið að hrygna í 6-8 vikur, í minni skömmtum með 2-3 daga millibili. Klak tekur 2-3 vikur og eru lirfur um 5 mm við klak. Þegar seiðin eru um 5-8 cm löng leita þær botns. Vöxturinn er mjög breytilegur eftir hafsvæðum. Undan Norður- og Austurlandi er algeng lengd í afla 55-70 cm og 1,5-3 kg á þyngd en á vetrarvertíð við Suðvesturland 70-90 cm og 3-7 kg á þyngd, en stærð hans eftir aldri fer mikið eftir ástandi loðnustofnsins við landið. Virðist hann þurfa að ná a.m.k. 50 cm lengd áður en hann verður kynþroska. Getur þorskurinn orðið hátt í tveir metrar á lengd og var sá elsti sem veiðst hefur við Íslandsstrendur 17 ára gamall.[3]
Heimild: Wikipedia
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2011 kl. 20:38
Það er þá spurningin hvort ríkistjórnin liðkaði fyrir um gerð kjarasamning og útvegaði útgerðarmönnum steypuhrærivélar um borð, þeim að kostnaðarlausu?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2011 kl. 20:46
Já þetta er satt Þorsteinn og stóru golþorskarnir gáfu 39. milljónir en man þá tölu alltaf úr AB bókinni en líklega myndi svoleiðis þorskur fylla fötu. Ég hef borið þessa speki um Bretanna upp við fiskifræðinga og þeir telja að þetta hafi ekkert að segja. Þeir allaveganna geta ekki sannfært mig með þeirra vitleysu.
Valdimar Samúelsson, 2.4.2011 kl. 20:54
Ég hef mikið fylgst með skrifum um sjávarúveginn og finnst margt illa hugsað í því máli.
Eitt er að skilgreining á útgerðarminstri hér á landi hefur aldrei verið gerð svo ég viti.
Hér eru aðallega tvennskonar tegundir útgerða, annarsvegar útgerðir með stór fjölveiðiskip, sem geta veitt bæði uppsjávar fiskitegundir og botnlægar fiskitegundir og svo hitt útgerðarformið með minni skip, sem aðeins geta veitt bottnlægar fiskitegundir.
Þetta gerir mikið misræmi milli útgerða um aðkomu að auðlindinni, aðrir geta veitt allt sem þar er að fá en aðrir aðeins hluta.
Þessi staðreynd gerir kröfu um breytingar, bæði frá jafnréttissjónarmiði, hagræðingarsjónarmiði og mörgum fleiri, sem of langt mál yrði upp að telja.
essvegna ætti láta minni útgerðirnar hafa stærsta hluta veiðheimilda á botnfiski en stóru útgerðarfyrirtækin uppsjávar aflaheimildir (sem þær nú þegar hafa), ekki síst vegna þess að þær hafa fengið undanfarið miklar aukningar á veiðum á uppsjávarfiski (makril,loðnu og fleiru), sem minni úgerðirnar hafa ekki fengið.
Ef þorskkvótinn verður aukinn eins og útlit er fyrir, þá ættum við sem áhugamenn um sjávarútvegmál að hefja áskriftarsöfnun í þessa veru.
Virðingarfylst Hafsteinn Sigurbjörnsson.
hafsteinn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 20:59
Já Ólafur maður man þetta og þessir eldri kallar þegar ég var strákur á togurum þá þekktu menn alla togara frá Bretunum. Ég hefði talið að nota þessa aðferð þeirra væri það kostnaðarlítil að það mætti koma þessi klak hugmynd á sem sjálfsagðan hlut. Það er undarlegt að engin svo vitað sé hafi stundað þetta vitandi að þetta gefir góða raun í laxinum og líka að fiskurinn var aldrei meiri en þegar flestir togararnir voru á miðunum
Valdimar Samúelsson, 2.4.2011 kl. 21:05
Einhvern tíman kom í fréttum að mikil aukning hefði verið á seyðum dreift um alla sjó og var það talið óvanalegt.
Fiskifræðingur var fljótur að koma með skýringuna og var hún sú að það hefði hlýnað á þessu svæði. Mig minnir að þetta hafi verið fyrir vestan land.
Þá velti ég því fyrir mér hvort búsvæði ungviðisins hefði ekki raskast af mannavöldum og þau hefðu ekki nægilegt skjól.
Minntist ég þess að hafa heyrt að gerð hefði verið tilraun við Vestmannaeyjar af heimamönnum, með að henda bílhræjum einhversstaðar við eyjarnar til að skapa búsvæði.
Sjálfsagt hefur Hafró verið með einhverjar svona tilraunir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2011 kl. 21:15
Þetta er ekkert grín strákar og tel ég að Ríkið ætti að skaffa einn mann í nokkur skip og byrja stra að gera tilraun með þetta. Hann ætti heldur betur að borga sig ef þetta gangi.
Það er hreinar línur Þorsteinn og þekkt svona búsvæði borga sig og þurfa þau að vera traust svo menn fari ekki í þau. Bælið í fjöllunum er til dæmis svona bú svæði fyrir grunnkarfa og fæðir karfa fyrir Þögla banka eða Melsakkinn.
Þegar minnst er a þögla banka læðist að mér smá prakkara strik
flykkjast að mér fögur fley
fæ ég bak þanka
flækst þau hafa og fengið ei
fréttir af þögla banka.
Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2011 kl. 23:23
Það hefði verið betra að sökkva fiskiskipum og bátum hér fyri rnokkrum árum en að brenna þau. Það er vitað að togarar eru búnir að slétta allt sem hægt er að slétta og frægasta dæmið var í einu handfærastoppinu hér áður en þá hór handfærabátar af miðunum í 10 daga stopp og togararnir vissu að þeir voru að gera það gott fyrir utan látravík en það vissu handfæramenn nákvæmlega af hraun nibbum og grófu svæði en allt var slétt þegar þeir komust þangað aftur. Það er ekki óalgengt að menn sökkvi skipum til þess að gera skjól fyrir fiska og töluvert gert á austurströnd USA.
Valdimar Samúelsson, 3.4.2011 kl. 08:43
Um leið og ég er sammála þér í því að það er gott að hafa svona skjól hvernig svo sem þau eru til komin þá vil ég hvetja þig og okkur alla sem bera hag sjávarútvegs fyrir brjósti til að vera ekki að ota saman veiðafærum og gerð skipa. Ég held við eigum allir að geta borið virðingu fyrir hvor öðrum sem stundum sjómennsku. Nóg er plássið úti á sjó.
Mitt mottó var alltaf "það veiðir enginn annars manns fisk út sjó" eða á.
Það góða við að vera sjómaður á Íslands miðum er að maður finnur alltaf fisk. Ef ekki á morgun þá hinn daginn. Hvort sem h..vítis togararnir eða an....tans netabátarnir eru komir á slóðina.
Ólafur Örn Jónsson, 3.4.2011 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.