Forn dráttarvél á uppboði

 Þeir eru nú margir fornmunirnir.

Í dag verður boðin upp Massey Ferguson dráttarvél árgerð 1958 af hreppstjóranum í Vesturbæ Reykjavík. Þetta er reyndar dráttarvélin sem prýðir þessa bloggsíðu. Svona eru nú tímarnir erfiðir og mikil eftirsjá eftir þessum forngrip.

Uppboðið fer fram í nágrenni Bændahallarinnar við Hagatorg.

Ástand og útlit vélarinnar nú

 

  1. Afturfelgur sandblásnar og þær málaðar.
  2. Slanga ný í öðru afturdekki og heil afturdekk.
  3. Framfelgur málaðar, dekk heil.
  4. Þjöppuprófaður góð þjöppun, spíssar og olíuverk stillt, tímakeðja orðin rúm.
  5. Startari viðgerður og málaður.
  6. Húdd ryðbætt sandblásið og grunnað.
  7. Grill sandblásið grunnað og málað.
  8. Dynamór yfirfarinn. Nýr sviss. Sæti lagað.
  9. Bretti viðgerð  og sandblásin sætið sandblásið og allt grunnað.
  10. Gírkassi opnaður og athugaður. Leit út eins og nýr.
  11. Vélarbolur sandblásin grunnaður og málaður.
  12. Yfirbygging sprautuð með rauðum lit.
  13. Bretti sett á.
  14. Miðöxull á frambita renndur og sett ryðfrí lega í bita.
  15. Nýjar hosur á vatnskassa.
  16. Eldsneytistankur grunnaður og málaður.
  17. Mælaborð málað.
  18. Ampermælir settur í mælaborð.
  19. Sett nýtt stýri á vélina.
  20. Lofthreinsari endurgerður.
  21. Nýr 105 amper geymir.
  22. Húddið sett á. Númer löguð og blettuð.
  23. Glóðarkerti og forhitari lagaður.
  24. Gangsett og allt virkar.

 MFMF


mbl.is Fornleifar í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill þó ekki þannig til að þessi vél hafi verið notuð á móunum í Skagafirði í fjölda mörg ár ?

Davíð (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 07:34

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kem á morgunn og kaupi

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.4.2011 kl. 10:55

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér verð ég víst að ganga fram og viðurkenna að þessi færsla er 1. aprílgabb.

Fyrir þá sem hafa hugsanlega áhuga á gömlu vélum er hægt að benda á Ferguson félagið.

Viðgerðarlistin getur verið mönnum hvatning að ýmislegt er hægt að gera til að varðveita gamlar vélar hverskonar. Þær hafa menningargildi og geta stutt við menningartengda ferðaþjónustu.

Eigendasaga vélarinnar            

 

Fyrsti eigandi var Erlendur Eysteinsson bóndi á Beinakeldu í A-Hún. síðar oddviti að Stóru-Giljá. Hann reisti fjárhús sem voru hönnuð þannig að heyvagnar gengu fram garðana ofan á garðaböndunum til heygjafar og var það nýmæli. Þessi hugmynd hafði birst honum í draumi. Hann átti vélina í eitt ár.

 

Annar eigandi var Þórður Þorsteinsson bóndi og sýslunefndarmaður, Grund

A-Hún. Hann virkjaði bæjarlækinn upp úr 1946 og var baráttumaður fyrir Blönduvirkjun. Hann átti vélina til 1999. Vélin fékk alla tíð góða umhirðu og var aldrei lagt mikið á hana.

 

Þriðji eigandi er Þorsteinn H. Gunnarsson fv. búfjárræktarráðunautur Búnaðarsambands A-Hún. og bóndi á Syðri-Löngumýri  og síðar Reykjum A-Hún. Auk þess endurreisti hann jörðina Hnjúkahlíð 1985. Hann keypti vélina til að varðveita hana en notaði hana við hrossastúss að Hallanda Hraungerðishreppi Árnessýslu eftir að hann hætti búskap.  Hann hóf endurbætur á vélinni upp úr 2000 og lítur á verkið sem varðveislu menningarverðmæta og hluta af búnaðarsögu.

Takk fyrir innlitið,kv, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.4.2011 kl. 20:46

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hef litið inn hjá einu eða tvisvar sinnum áður, en án þess að "kommenta" eftir því sem ég man best, en ég hélt alltaf að þú værir aðeins að punta síðuna með þessu gullfallega grip, en ekki að þú værir eigandi.

Er sjálfur meira í "bílastússi" en eftir að hafa fylgst með og stundum aðstoðað góðann nágranna og vin, við uppgerð á forláta BM traktor (T600 held ég) c.a. 1965 árgerð, hefur áhugi á þessum þörfu þjónum vaknað, lenti fyrir tilviljun á móti traktoráhugamanna og annarra "gammel" mótor manna upp í Jötunheimen hér í Noregi (algert ævintýri) og einnig skoðað stærsta traktorsafnið í Noregi http://www.nmhm.no/  er áhuginn aldeilis ekki síðri.

Sendi þér gjarnan myndir og myndbönd frá þessu, ef þú sendir mér adressuna þína, getur gert það á skilaboð á FB síðu minni http://www.facebook.com/#!/kristjan.hilmarsson eða samþykkt mig sem bloggvin og þá getum við skifst á skilaboðum þar.

Gott aprílgabb hjá þér reyndar

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.4.2011 kl. 22:08

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Smáleiðrétting, sá ekki villuna fyrr ég var búinn að smella á "senda" en traktor nágrannans er BM Boxer 350 ekki T600 sem er nýrri útgáfa.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.4.2011 kl. 22:18

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kærar þakkir fyrir þetta Kristján. Verðum í sambandi.

Kv, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2011 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband