Forseti Íslands hefur farið víða um lönd undanfarið og kemur hann þá gjarnan að máli við fjölmiðlamenn og segir eitthvað mikilsvert um íslensk málefni. Oft er eitthvað haft efir honum í Bloomberg fréttaveitunni.
Þetta er alveg nýtt form hjá forsetanum á samræðum við þjóðina enda verður hann að vera frumlegur og skapandi sem doktor í stjórnmálafræðum. Þjóðinni hefur að því er virðist líkað þetta vel enda er margt miklu merkilegra sem sagt er frá útlöndum en hér heima. Maður man t.d. þegar Axel Thorsteinsson fréttamaður RUV, sagið fréttir klukkan átta á morgnana í gamladaga;
,, Nú verða sagðar Lundúnafréttir".
Nú hefur borgarstjórinn í Reykjavík tekið sama hátt upp eftir forseta og reifað skoðanir sínar um Icesave frá Vínarborg þar sem hann skrapp á bíó á meðan borgarstjórn er að ræða um barnafræðslu og skólamál í Reykjavík.
En þá bregður svo við að allir verða óánægðir og fara kalla borgarstjóra, kjána og bjána, nefna málið bull, þvælu og dómgreindarleysi.
Þegar ég gerði mér grein fyrir þessum nýja stíl forsetans og hliðstæðu borgarstjórans og samhenginu fór ég bara skellihlæja.
Vitanlega gerir borgarstjóri bara eins og forsetinn. Menn verða tolla í stjórnmálatískunni ef á að halda kjörfylginu.
,, Nú segir borgarstjórinn Vínarfréttir".
Bölsýnn borgarstjóri í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.3.2011 | 20:26 (breytt kl. 20:52) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 36
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 186
- Frá upphafi: 573504
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 153
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.