Það er gott að menn gefi sér tíma til að íhuga málin áður en farið er í einhverjar flausturslegar björgunaraðgerðir.
Þekkt er dæmið þegar Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Noreg og var rifin af skerinu og sökk strax. Ekki veit ég betur en það hafi verið ákvörðun norskra stjórnvalda.
Og nú stekkur lóðsinn í land áður en hann er búin að koma skipinu út fyrir skerjagarðinn.
Já, norskum stjórnvöldum eru mislagðar hendur á stjórn skipaumferðar í norskri lögsögu.
Um þverbak keyrði svo þegar þeir sektuðu skipstjóra Stakkanesinu sem átti að vera björgunarstöð fyrir björgun Guðrúnar Gísladóttur.
Skipstjórinn tilkynnir sig þegar hann kemur inn í 12 mílur og aftur þegar hann kemur inn í 4 mílur og slær þá af ferðinni og lónar og bíður átekta og væntir lóðs og þá hringja þeir í hann til baka til að segja að hann megi ekki fara þessa leið en þá er hann kominn í gegnum leiðina. Þessi siglingaleið er hvorki óþekkt né ólögleg, þessa leið fara langflestir bátar. Þetta var við Lofoten.
Heimild: Bæjarins Besta 24.01 2003
Ástæður strands Goðafoss koma í ljós við sjópróf.
Ákveða með Goðafoss á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.2.2011 | 19:48 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 757
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 691
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur komið fram að þetta svæði sé mjög sérstakt, þjóðgarður.
Þá er spurningin hvort varúðarregla norskra laga ( umhverfislög ) hafi verið virt með brotthlaupi lóðsins frá skipinu með ótímabærum hætti.
Þetta þarf að skoða af hvað ástæðum lóðsinn fer frá borði og hvort hann hafi í raun lagaheimild til þess að yfirgefa skipið fyrr en skipi er komið út úr þjóðgarðinum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.2.2011 kl. 22:12
Það er nú ekki sanngjarnt að reyna að gjaldfella Norðmenn vegna þessa strands. Hvort sem lóðs er um borð eða ekki þá er ábyrgðin alltaf skipstjórans. Hins vegar ber lóðsinn einnig ábyrgð en skipstjórinn ávallt meiri.
Fram hefur komið að algengt er að lóðsinn fari fyrr frá borði á skipum sem eru þarna í föstum ferðum og skipstjórnarmenn þekki til svæðisins. Þetta er t.a.m. eins í Reykjavík.
Varðandi Guðrúnu Gísla þá var það skipstjóri á björgunar- eða dráttbátnum sem tók ákvörðun um að draga hana af skerinu. Ekki norsk stjórnvöld. Svipað gerðist í Færeyjum fyrir nokkrum árum þegar að mig minnir rússneskur togari steytt þar á skeri. Þá komu dráttarbátar frá höfninni í Þórshöfn og kipptu togaranum af skerinu og hann hvarf á nokkrum mínútum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 04:06
Guðmundur, það er nú ekki að hægt að bera þetta saman við að komast út fyrir hér í Reykjavík.
,,Varðandi Guðrúnu Gísla þá var það skipstjóri á björgunar- eða dráttbátnum sem tók ákvörðun um að draga hana af skerinu. Ekki norsk stjórnvöld" segir þú.
Sá skipstjóri hefur nú væntanlega lotið norskum stjórnvöldum og hefði verið ástæða að fyrir þá að setja upp björgunaráætlun.
Og hugsa; ef ég geri svona þá gerist þetta o.s.frv.
Ábyrgð norskra stjórnvalda er mjög rík á þessum tveim atburðum það er mitt mat og ég fer ekkert ofana af því. Þeir eru með mjög erfiðar siglingaleiðir við Noregsstrendur og verða að stjórna af einurð og festu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.2.2011 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.