Framtaksjóður Íslands/ Icelandic Group

Framleiðsla úrvinnsla og sala matvæla hverskonar er eilífðarvél sem gefur endalausar tekjur.

Þess vegna hefur mér fundist furðulegt að verið sé að selja Icelandic Group út úr íslenskri lögsögu.

Íslendingar eiga að kappkosta að eiga þessi fyrirtæki. Í því liggur gæfa þjóðarinnar. Vinna sjálf við þessa framleiðslu allt frá því að fiskurinn kemur um borð og þar til hann er kominn á borð neytandans.

Hirða arðinn af vinnunni og framleiðslunni sjálf og veita fjármunum sem starfsemin gefur af sér inn í íslenskt hagkerfi. Hverja einustu krónu. Sú hagfræði blífur.

Að reyna að selja þessi fyrirtæki er skammtíma hagfræði.

Við þurfum langtímahagfræði lausnir. Ekki hagfræði sem snýst um núll lausnir. 

Menn þurfa að vera búhagir og sjá hlutina í réttu samhengi. Ekki þetta óðagot.

Við verðum að standa saman Íslendingar og standa vörð um okkar hagsmuni.  Nýsköpun er lykilorðið.

Við þurfum að finna réttar lausnir og spenna bogan hátt.


mbl.is Hætta viðræðum við Triton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband