Fólk skeggræðir nú hvað gera ber í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um ógildingu kjörbréfum stjórnlagaþingsmanna.
Ákvörðun Hæstaréttar er sérstök, hún er ekki dómur, ekki úrskurður hún er ákvörðun.
Einn meintur stjórnlagaþingsmaður reifaði að það væri hugsanlega hægt að skjóta ákvörðuninni til héraðsdóms. Sú hugsun er óvanaleg því venjulega er málum áfrýað til æðra dómsstigs.
Fræðilega er þetta hugsanlega fær leið og byggist væntanlega á því að hagsmunir hans eru lögvarðir hagsmunir vegna þess að frambjóðandinn var var kjörinn á þingið.
Nú vantar okkur tilfinnanlega stjórnlagadómstól til að kanna það hvort Alþingi sé fært að skipa þetta fólk til setu í svo kallaðri stjórnarskrárnefnd og hvort það brjóti í bága við ákvörðun Hæstaréttar.
Það er rétt sem kemur fram í fréttinni frá monsjúr Ómari Ragnarssyni að oss skortir fé til að heyja aðrar kosningar að sinni.
Stjórnarskráin okkar er býsna góð þó vel megi bæta hana.
Aðalatriðið er að fara eftir henni.
Tökum til dæmis umræðuna um að sekta þá bændur sem vilja mjólka kýr og selja afurðir sínar til almennings án ríkisframlags (beingreiðslur ). Það er borðleggjandi að slík sektarlöggjöf bryti í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir það er hópur bænda eins og hrútar í spili um fengitímann og stanga allt í kringum sig og telja að slíkt sé möguleg vegna sérhagsmuna sinna.
Ekki fráleitt að skipa þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.1.2011 | 17:49 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 139
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 2053
- Frá upphafi: 571376
Annað
- Innlit í dag: 122
- Innlit sl. viku: 1829
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 118
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má lengi gott bæta Þorsteinn, en meðan ekki er vilji til að fara eftir stjórnarskránni er lítill tilgangur að breyta henni, þó vissulega megi laga ýmislegt þar.
Þú nefnir eitt dæmi sem klárlegt brot á stjórnarsránni. Þau eru mörg fleiri.
Stæðsta brot á henni á síðari tímum er umsókn alþingis til inngöngu í ESB. Í stjórnarskrá segir skýrum orðum að hver þau lög og hver sú stjórnvaldsathöfnathöfn sem alþingi samþykkir skuli undirrituð af viðkomandi ráðherra og staðfest af forseta.
Umsóknin var undirrituð af forsætis og utanríkisráðherrum en ekki forseta. Það dylst engum að um er að ræða stjórnvaldsathöfn í því máli!
Gunnar Heiðarsson, 30.1.2011 kl. 20:25
Hvað er að heyra. Ég reikna með að þú Gunnar hefur beint á þetta stærsta stjórnarskrábrot og klárlega enginn viðbrögð fengið. Nú skora ég á þig að koma þessari staðreynd til fréttamanna sjónvarpsstöðvana til að umræða geti farið fram og í kjölfarið málum kippt í liðinn. Ekki viljum við eyða hundruð miljónum og dýrmætum tíma eins og gerst hefur með stjórnlagaþingið. Nema ef vera skildi að örfáir lögfræðingar í Valhöll sjái þessa staðreynd sem Trjóuhest, springandi framann í þjóð og þing þegar gengið verður til kosninga um komandi samning. Það er lúalegt að liggja á annmörkum sem geta ónýtt mál eins og stjórnlagaþing og ESB umsókn. Ég skora á þig Gunnar að breyta rétt.
Birgir Kristbjörn Hauksson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 15:52
Ég hef heyrt af þessu sem Gunnar er að tala um. En á meðan engin kærir að þá flýtur málið áfram.
Svo er það forsetinn. Honum er málið skylt.
Annars er þetta að verða merkilegt með forsetann. Hann lætur alltaf fréttir koma frá útlöndum frá sér eins og með að nú er Icesave orðið betra.
Þetta trix hjá honum er komið úr fornbókmenntunum.
Hver kannast ekki við þetta; Spurðist nú út frá Noregi að Þórður kakali væri við hirð Noregskonungs o.s.frv.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.