Róbert Marshall alþingismaður skilur þetta mál ekki alveg.
Hæstiréttur Íslands dæmdi stjórnlagaþingskosninguna ógilda.
Í því felst að ýmsir annmarkar voru á kosningunum sem raktir eru í dóminum. Af því leiðir að áhöld eru upp um hvort viðkomandi einstaklingar séu rétt kjörnir og kosningin sé trúverðug vegna þess að menn kusu á glámbekk en ekki í kjörklefa.
Hæpið er að Alþingi fari að skipa þá einstaklinga sem náðu kjöri í hinni ólöglegu kosningu um fram aðra framboðskandídata í einhverskonar stjórnlaganefnd.
Í kosningunni sjálfri liggur efinn.
Alþingismaðurinn verður að virða þrískiptingu valdsins og fara að dómum.
Ef ég brýt umferðalög og fæ sekt að þá er hæpið að löggjafinn verði með íhlutun um það mál.
Hitt er rétt sem formaður allsherjarnefndar reifar í fréttinni að hægt sé að endurtaka kjörið.
En ég held að rétt sé að leyfa landsmönnum að halda sín þorrablót og hafa þar uppi gamanmál áður en frekari ákvarðanir eru teknar um stjórnlagaþingskosningar.
Tveir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 19:34 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 192
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 342
- Frá upphafi: 573660
Annað
- Innlit í dag: 183
- Innlit sl. viku: 301
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 180
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég stórefast um að nokkur mæti ef kosið verður aftur. Markmiðið með þeim var eingöngu einn liður í fyrirfram prógrammeruðum atriðum sem ræða átti og breyta. Það er liður 7, sem kveður á um afsal fullveldis til erlendra ríkja og stofnanna.
Þetta er samkvæmt forskrift frá Brussel og eftir loforði Össurar. Við göngum ekki í ESB án þess að liða stjórnarskránna í sundur með þessum hætti. Sirkusinn átti að sjá um það, en ekki að efla stjórnarskránna eins og látið er í veðri vaka.
Engin furða þótt Jóhanna sé fúl.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.1.2011 kl. 02:46
Það hljómaði svolítið ankannanlega að heyra Forsætisráðherra, á milli þess sem hún gargaði á þingið, tala um eintal þings og þjóðar sem þjóðin kallaði svo ákaft eftir í ljósi þess að rétt um þriðjungur þjóðarinnar nennti á kjörstað. Ef það er þessi þriðjungur þjóðarinnar sem hún heyrir ákallið frá, spyr maður sig hvort ekki hafi einhvertíma verið háværara ákall þjóðar til þingsins hundsað.
Sé svo nauðsynlegt að halda þetta stjórnlagaþing núna, held ég að ódýrasta og fljótvirkasta leiðin sé að velja þingfulltrúa með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir sem kosnir voru til þingsetu tel ég ekki vera eina fólkið í landinu sem er fært um að setja niðurstöður þjóðfundar í búning sem alþingi skilur, nema síður sé.
Kjartan Sigurgeirsson, 26.1.2011 kl. 06:46
Notum netið til að kjósa um þau atriði sem kjósendur vilja hafa í stjórnarskránni. Kjósendur merkja við hvað þeir vilja hafa í stjórnaskránni. Útkoman, er þá skýr skilaboð allra sem kjósa. Löggjafinn fengi niðurstöðurnar í hendur til leiðbeiningar, um vilja fólks, í þessu máli.
Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.