Það sem Alþingismenn ættu að gera í þessari stöðu er að leiðrétta atkvæðamisvægið milli kjördæma með breytingu á kosningalögunum þannig að hver maður hafi eitt fullgilt atkvæði óháð búsetu.
Síðan ætti að rjúfa þing og kjósa í vor.
Þeir alþingismenn sem nú sitja á Alþingi Íslendinga eru ekki hæfir til að setja landinu lög sem endurspeglast í þessu máli sem er grundvallarmál og raunar liggur þetta allt ljóst fyrir í kosningalögum hvernig formið á að vera.
Síðan ættu þeir að fara heim til sín og skammast sín, þangað til þjóðin hefur fyrirgefið þeim þessi alvarlegu mistök.
Kemur ekki til greina að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 17:39 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 27
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 177
- Frá upphafi: 573495
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 144
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það sem Alþingismenn ættu að gera í þessari stöðu er að leiðrétta atkvæðamisvægið milli kjördæma með breytingu á kosningalögunum þannig að hver maður hafi eitt fullgilt atkvæði óháð búsetu."
Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að það verður að breyta stjórnarskránni til að koningarna sem þú boðar verði löglegar.
Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 17:48
En magnús, það þarf ekki stjórnlagaþing til að breyta þessu atriði :)
Viktor Alex (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 17:57
Magnús það er hægt að gera þetta með einfaldri lagasetningu. Stjórnarskráin hindrar það ekki ef maður les 31 grein stjórnarskrárinnar vel.
31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.]1)
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 18:15
Þakka fyrir upplýsingarnar. Ég hélt að þetta væri bundið við stjórnarskrána vegna þess að breytingar kjördæma hafa verið gerðar samhliða breytingum á henni.
Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.