Körfubolt fágaðri en handbolti

Eitruð sendingKörfuboltinn er að mínu mati miklu fallegri og fágaðri boltaíþrótt en handboltinn. Það er meiri mýkt í körfuboltanum og oft og tíðum slyngari hugmyndafræði og fléttur í körfuboltanum en handboltanum þó það sé alls ekki algilt.

Handboltinn er svona meiri hraður og harður leikur og það myndast oft og tíðum meiri stemming fyrir handboltanum og svo lækkar bensínið líka í einn eða tvo daga. Enda eru Íslendingar skorpumenn.

En um þetta eru vitaskuld skiptar skoðanir og sýnist sitt hverjum um þennan samanburð.

Upphaflega er sagnorðið að kjöldraga einhvern notað um það að draga einhvern undir kjöl á skipi. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er sögnin að kjöldraga notuð um það að draga einhvern undir kjöl á skipi  einkum til að refsa uppreisnarmönnum á skipi. Orðnotkunin hefur svo færst yfir á fleiri svið eða athafnir. En gæta verður ávallt upphaflegu merkingu orða.


mbl.is Norðmenn kjöldregnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það var talað um að ef nýr maður væri um borð og ekkert fiskaðist þá var hann kjöldreginn. En það er svona viðbót við merkingu orðatiltækið.

En svo þar sem ég æfði einusinni handbolta, körfubolta, og fótbolta verð ég að viðurkenna að handboltinn hefur alltaf staðið uppúr af þessum þremur.

Fótboltinn er langdreginn og getur náð 90 mínútum þar sem akkúrat ekkert gerðist, enda þykir mér hann einstaklega leiðinlegt sport.

Körfuboltinn er ekkert fyrir augað, það er skemtilegra að spila hann, enda horfi ég nánast aldrey á körfuna.

Handboltann er bæði skemtilegt að æfa og horfa á. Horfi aðeins þegar eru stórar kepnir eins og EM eða HM.

Þetta er mín skoðun og endurspeglar ekkert endilega skoðanir annarra.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 20.1.2011 kl. 21:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála þér. Körfuboltinn er oft nefndur íþrótt án snertingar. Handboltinn er stundum nefndur snerting án íþróttar. Segir allt sem segja þarf!

Björn Birgisson, 20.1.2011 kl. 21:24

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hef ekki heyrt þetta með "snertingu án íþróttar" en hitt hafði ég heyrt um körfuna.

Handboltinn er leikur þar sem hlutir gerast, þar er skotið fast.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 20.1.2011 kl. 22:01

4 identicon

Sammála Ólafi hér að ofan.  Fótbolti getur verið frekar langdreginn og oft lítið að gerast í 90 mínútur, körfubolti hefur mér alltaf fundist óáhugaverður og leiðinlegur en handboltinn er fjörugur og spennandi.  Mesta fjörið í þeim leik. "Snerting án íþróttar", þvílík þvæla!

En allir hafa sína skoðun...

Skúli (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 02:55

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sennilega er þetta allt gott í bland og hverjum finnst sinn fugl fagur og aðalatriðið er að skora.

Norðmenn eru fínir kallar.

Íslenska handboltaliðið er búið að standa sig frábærlega.

Til hamingju Ísland

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.1.2011 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband