Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson ritar pistil á vefinn Trúin og lífið sem hann nefnir;
,, Hvað eru jólin?".
Þetta er áferðafallegur texti og svo sem mörgu hægt að vera sammála svo sem;
,,Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna" segir biskupinn.
Svona texta geta svo sem allir verið sammála og textinn er fallegur og fer vel.
En er þetta ekki ,, bara" uppdiktað píp sem engin innistaða er til fyrir? Skoðum þetta;
,, Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri", segir biskupinn".
Mér er spurn, hvaðan biskup hefur það að kvíði og áhyggjur séu fjarri?
Meðal annarra orða hefur biskup ekki fylgst með þjóðmálum undan farið. Hér er þjóðfélag í uppnámi. Hefur kirkjan einhverju yfirsýn yfir hvernig komið er þjóðríki okkar. Hafa verið gerðar einhverjar mælingar á áhyggju og kvíðastigi þjóðarinnar.
Hér skjóta menn upp dyr á aðfangadag með haglabyssu. Stöð 2 er með sérstakan þátt um meðferð axa til heimabrúks, væntanleg til átaka eða varna.
Séra Jónmundur í Grunnavík notaði axir við að kljúfa rekavið og séra Snorri á Húsafelli notaði þær til skógarhöggs.
Biskup þarf að vera afdráttalausari í máli sínu um það sem er að gerast í þjóðfélagi okkar. Til þess hefur hann vit, getu og bakgrunn til að standa ekki lengur á hliðarlínunni.
Ég skora á hann að koma með eitthvað bitastæðara um áramót.
Í Guðs friði og gleðileg jól.
Hvað eru jólin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.12.2010 | 12:52 (breytt 24.4.2011 kl. 20:13) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 21
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 566982
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað á biskup að segja? Og hvernig? Veist þú hvernig er að vera biskup? Þorsteinn þetta eru vangaveltur mínar eins og hjá þér. Hvað skrifum við í minningargreinar? Uppdiktaðað og ofhlaðið lof? Nei það er bara þannig að á merkum tímamótum,hreyfast strengir. Þeir fögru bera sargið ofurliði. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2010 kl. 18:07
Sæl Helga
Þetta eru erfiðar spurningar sem þú leggur fyrir mig.
Það er nú ekki gert ráð fyrir því að biskup taki beint þátt í flokksstjórnmálum. En hann má að mínu mati og prestastéttin öll fara betur yfir það hvernig komið er fyrir okkur og greina þann vanda upphaf hans og tilurð, og leiðir út úr vandanum bæði andlegar og veraldlegar leiðir.
Mér þótti alveg tilefni til að setja færslu um þennan pistil biskups til að efla umræðuna. Það er ekki gert af neinni illkvittni, fjarri lagi.
Það er alveg klárt að biskup Íslands er ekki peð á taflborði. Þvert á móti er hann forustumaður og leiðtogi sem hlustað er á.
Takk fyrir innlitið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.12.2010 kl. 18:44
Sælir.
Ég verð að vera ósammála þér. Mér finnst þetta allt saman velgjulegt þvaður og þvættingur. Það er varla orð af viti sem vellur upp úr þessum manni.
Jólakveðja, Sigurjón
Sigurjón, 25.12.2010 kl. 20:03
Biskup talar hér í samræmi við það sem tilefnið gefur. Á jólum er ekki tilefni til djúprar krufningar á hruninu og eftirmálum þess. Kirkunnar fólk hefur ekki gleymt því í umræðunni á aðventu og jólum að á þessum tíma eiga margir bágt fjárhagslega, ekkert síður en ella og einmitt þá verða erfiðleikarnir sárari en í annan tíma.
Margir sem tala í nafni kirkjunnar hafa tekið djúpt í árinni hvað varðar félagslegt misrétti sem hefur sjaldan verið meira en einmitt í kjölfar hrunsins.
Þú getur ekki dregið einhverjar "global" ályktanir af nokkrun setningum eins manns (biskups) sem talar hér í þröngu tilefni og túlkað það sem einhverja heildarafstöðu kirkjunnar. Það gerir þig afar ótrúverðugan.
Valdimar Hreiðarsson, 25.12.2010 kl. 20:58
Valdimar
Þú segir að biskup tali hér í þröngu tilefni. Ég stóð í þeirri meiningu að tilefnið væri vítt.
Vissulega eru margir baráttumenn í prestastétt og flytja mál sitt skörulega.
Svona á jólunum þá læt ég síðustu setningu þína liggja milli hluta.
Gangi þér vel.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.12.2010 kl. 21:15
Sem fyrrum bónda þætti mér meir frá líkindum að leggja nýfætt barn í jötu. Til hvers?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.12.2010 kl. 21:31
Hér er til umræðu hvort rétt sé, sem biskup segir í pistli sínum að ,,kvíði, áhyggjur og kröfurnar þungu" séu fjarri á jólum.
Í Fréttablaðinu 24.desember, aðfangadag, er ágætur pistill sem heitir:
,,Mörg úrræði gegn vanlíðan um jólin".
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.12.2010 kl. 22:15
Þorsteinn,kæri landi minn,nei mér hefði aldrei grunað þig um neina illkvittni. Óska þér gleðilegra jóla.
Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2010 kl. 00:35
Gat verið að ég stafsetti vitlaust. Málið er að ég var búin að skrifa mög lengi langt svar,þurrkaði síðan allt út.´Leiðréttist ég hefði osfrv.
Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2010 kl. 00:38
Þorsteinn, satt er það að ekki er gott að beina spjótum sínum að manninum fremur en málefninu. Betri og réttari hefði síðasta setningin verið svona: "Það gerir málflutning þinn afar ótrúverðugan".
Kristján: Þú furðar þig á því sem gamall og góður bóndi að nýfætt barnið var lagt í fóðurtrog. Það hefur yfirleitt verið túlkað svo, að hann átti erindi við alla og ekki síst þá sem minnst mega sín.
- Jólakveðjur.
Valdimar Hreiðarsson, 26.12.2010 kl. 14:38
Valdimar, málflutningur minn er skýr og réttmætur.
Ég bendi einungis á af gefnu tilefni á að æðsti yfirmaður þjóðkirkjunnar segir í opinberum pistli á jólunum að; ,,kvíði, áhyggjur og kröfurnar þungu séu fjarri" einmitt þegar þær eru mjög nærri fólki.
Af hvaða ástæðum biskup Íslands kýs að tjá sig með þessum hætt eru mér ókunnar.
Hvor hér sé verið að yfirlögðu ráði að breiða yfir þjóðfélagsástand og sefa eða þetta séu hrein mistök og hann hafi ekki gætt sín og gleymt sér í orðskrúði íslensks máls.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.12.2010 kl. 16:32
Þorsteinn: Ég taldi mig ekki vera sérstaklega að verja biskup, hann er eflaust fullfær um það sjálfur. Það sem kom mér til að gera athugasemd er að það er mjög auðvelt að taka eina málsgrein úr lengra máli og gera hana að aðalatriði. Það heitir að rífa úr samhengi og finnst sennilega sitt hverjum í þessu máli.
Reyndar finnst mér að foreldrar eigi að gera jólin hátíðleg og reyna að gleyma áhyggjum og striti um stund, þó ekki væri nema barnanna vegna.
Hitt er satt að hugur margra er þungur þessar hátíðarnar. Ástæðan er bág kjör að sjálfsögðu. Því miður er fátt sem bendir til batnandi hags meirihluta þeirra sem svo er ástatt um, nema síður sé. Felum þau öll góðum Guði á vald!
Valdimar Hreiðarsson, 26.12.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.