Ég kom þarna að á slystað en sá ekki aðdraganda slyssins. Það fór um mig hrollur þegar ég sá hvernig bíllinn var útleikinn. Einhver borgari leiðbeindi umferð framhjá en eins og alltaf þarf hver og einn sem framhjá fer að lóna hægt framhjá.
Í þessari frétt segir að bíllin hafi ekið utan í annan bíl en á vísir .is er sagt að bíllinn hafi keyrt á staur. Ekki veit ég hvað er rétt.
Ég ók mínum bíl á bílaplan þarna skammt fram hjá og aðgætt vettvang en þá var lögregla ekki komin. Sá ég að bílstjórinn var inn í bílnum og var verið að hlynna að honum þannig að ég hafði mig ekki í frammi. Samkvæmt umferðarlögum ber vegfarendum að veita hjálp ef nauðsynlegt er. Og brýnt er að tryggja öryggi vettvangsins.
Bíllinn er mikið skemmdur og nánast ónýtur, 3 ungmenni voru uppistandandi í kring um bílinn og var það góðsviti. Svo komu þarna 2 sjúkrabílar og 3 lögreglubílar og einn á mótorhjóli og einn brunabíll.
Svo þegar sjúkraflutningamennirnir fóru að huga að bílstjóranum að þá gat hann sem betur fer staðið upp og gengið og vonandi hefur hann ekki farið illa.
Manni líður illa að koma að svona löguðu og léttir við það að ekki fór verr en á horfðist.
Nú þurfum við að vanda okkur, Íslendingar, í jólaumferðinni svo allir geti gengið heilir kring um jólatréið um jólin.
Keyrði utan í bíl við Gullinbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.12.2010 | 17:59 (breytt kl. 18:13) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.