Of mikil einföldun hjá forsetanum

Þessi framsetning málsins hjá forsetanum er of mikil einföldun á þessu viðkvæma máli. Vissulega var gott að forsetin skaut málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma og þjóðin hafnaði lagasetningu þar um.

En það er ekki alveg sjálfgefið að þjóðin hafi lokaorðið um þessi mál þó því væri vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og málið væri fellt þar.

Neyðarlögin eru viðkvæmasti partur af þessu bankamáli öllu saman. Og ef neyðarlögunum verður þvælt til dómstóla er ekki á vísan að róa hvernig mál féllu. Þar hefðu dómstólar lokaorðið.

Það liggur alveg fyrir að einkabankarnir höndla með almannafé og þar með eignir lífeyrissjóða, félaga, fyrirtækja og almennings. Í þessu liggur vandinn og hin þrönga gata hagsmuna Íslendinga.

Það eru tvö ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskránni. Annarsvegar málskotsréttur forseta, 26. greinin sem hefur verið notuð og máli verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hinsvegar er svo málskotsréttur Alþingis um að setja forsetann af og þarf til þess þjóðaratkvæðagreiðslu.

11. greinin hljóðar svo: Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.

Þannig að þessi málsskotsréttur handhafa tveggja þátta löggjafarvaldsins er gagnkvæmur og sýnir enn og aftur að stjórnarskráin leynir á sér og ekki hefur verið gert ráð fyrir því að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fyrir þjóðina eins og löngum hefur verið haldið fram.


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það væri athyglis vert að prufa þjóðaratkvæða greiðslu um forsetan í dag.. það er kannski leið til að losna undan framtðiar þræla dómi ríkistjórnarinar.

en hvers vegna skilda þessir þingmenn þá ekki drífa það af að reyna að koma forsetanum frá .. þegar hann er svona erfiður og vogar sér að segja sannleikan í alþjóðlegum sjónvarps þáttum..

Ætli það sé ekki vegna þess að þeir vita að kallin fengi öll stigin aftur og þetta alþingisfólk þyrfti að drullast út í atvinnuleysið og volæðið aura laust eins og við hin ..

ja nema það sé að sjálfsögðu vel tengt við þá sem eiga víst alla aurana sem eftir eru í landinu ..þá eru þau með skothelda vinnu ..

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Gamalt íslenskt máltæki segir:,, Sjaldan bítur gamall refur nærri greni".

Þess vegna þylur forsetinn svona þulur við erlenda fjölmiðla.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.11.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Simmi Framari var að segja á RUV áðan að fyrst málið hafi verið sett í dóm þjóðar þarna um árið - þá lægi beint við að hún ætti að eiga lokaorðið.

Svo mælti Simmi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband