Fundur í Vísindafélagi Íslands um jarðhita

Rökrætt um jarðhita á fundi Vísindafélags Íslendinga

Hefst: 24/11/2010 - 20:00
Lýkur: 24/11/2010 - 22:00
Nánari staðsetning: Norræna húsið

507. fundur í Vísindafélagi Íslendinga verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20:00. Þá munu þeir Stefán Arnórsson og Ólafur Flóvenz prófessorar við Háskóla Íslands, skiptast á skoðunum um efnið

Er jarðhitinn endurnýjanleg eða endanleg auðlind?

JarðhitiÍ alþjóðlegum skilgreiningum á orkulindum er jarðhiti talinn til endurnýjanlegra orkulinda.  Af og til skýtur þó upp þeirri spurningu í umræðu um orkumál á Íslandi hvort hann sé það í raun. Svarið við þeirri spurningu tengist umræðu um sjálfbæra nýtingu jarðhita og þar með umræðunni um hvernig haga beri rekstri jarðhitavirkjana.  Tveir sérfræðingar á sviði jarðhita, sem hafa lýst nokkuð mismunandi skoðunum á fundarefninu, Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR og gestaprófessor við HÍ munu ræða þessi mál á fundinum.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Stjórnin

__________________

Tekið af vef HÍ

Ég brá mér á þennan fund til fróðleiks og var hann haldin í gærkveldi og var fullsetinn salurinn.

Erindin voru stórfróðleg og geri ég ráð fyrir að fjölmiðlar geri fundinum skil á sínum vettvangi.

Þar var m. a. minnst á Álver á Bakka en ég vil ekkert vera tjá mig um efni fundarins því málið er viðkvæmt. 

Tel að fundarboðendur og framsögumenn geri grein fyrir málefninu.


mbl.is Umtalsverð umhverfisáhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband