Niðurstaða Þjóðfundar um jarðnæði

Auðlindir,,Hvað varðar náttúru Íslands eru niðurstöður Þjóðfundar þær að auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem beri að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt og vernda fyrir komandi kynslóðir".

Jarðnæði, beitarréttindi í afréttum og bithagar búpenings á láglendi og skógar eru auðlindir, svo sannarlega.

Verða þá allar bújarðir þjóðareign og með hvaða hætti er gert ráð fyrir að jarðnæði verði skipt og úthlutað til almennings? Hvað með veiði í vötnum og ám hverskonar? Hver kemur til með að hafa forræði og ráðstöfun á slíkum réttindum?

Nú í kreppunni er hætt við að margir horfi til landsins og sveita þar sem smjör drýpur af hverju strái og allir móar og hagar eru fullir af grasi og eygi þar margur nokkra möguleika til sóknar og einhverrar lífsafkomu.

BúsmaliÁ þá að sækja um til landbúnaðarráðherra? Verða útbúin sérstök umsóknareyðublöð um jarðnæði vegna kreppuráðstafana?


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er loðið orðalag. Það mætti þó skilja það þannig að ekki megi framselja "náttúruna" (og þar með t.a.m. bújarðir og orkulindir) erlendum aðilum.

Stangast vel á við ESB aðild.

Ef þetta myndi hins vegar merkja eins konar þjóðnýtingu á öllum auðlindum landsins er það ekkert annað en klárasta eignaupptaka, sem svo aftur myndi stangast á við fullt af atriðum í fundargerðinni...og ESB.

Allt of mikið moð að mínu mati.

Jón Logi° (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 08:22

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mér finnst nú margt loðið sem kom frá þessum þjóðfundi. Það var t.d. ekkert talað um eignarréttinn.

Stjórnarskráin okkar er ágæt en vandlesin og dulúðug. T.d þetta með málsskotsréttin sem var kominn á sjötugsaldur áður en honum var beitt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband