Hæstiréttur Íslands dæmir eftir lögum landsins. Lögin heimila sjálfsbjargarviðleitni borgarana. Það hefur alltaf verið heimilt að slátra sauðfé til að bægja hungri frá mannskapnum skárra væri það nú.
En menn mega ekki slátra til að fénýta afurðirnar. Þó mun nú vera heimilt að reykja kjöt og gefa vinum og vandamönnum slíkt ket til jólagjafa.
Það er fagnaðarefni að heilbrigðisyfirvöld skuli standa vaktina varðandi hollustu matvæla og almennt heilbrigði í landbúnaði.
Ég ólst upp við að það var slátrað heima við. Fyrst var slátrað svokölluðu gangnalambi, en ketið af því var nota fyrir piltana sem fóru í göngur.
Svo var heimaslátrunin sem fór fram eftir að göngum og hefðbundnum hauststörfum lauk. Fór hún vanalega fram í kring um 25 október. Síðan fór fram úrvinnsla þeirra afurða svo sem sláturgerð og reyking sem gat staðið framundir jól. Ég fullyrði að allt var mjög hreinlegt í kring um slátrunina og þess gætt að hundar kæmust ekki í hráa afganga og afskurð.
Ég ók í sumar yfir brú eina sem er yfir eitt stærsta vatnsfalli landsins. Þar sá ég flennistórt skilti sem á stóð; ,, Smithætta sauðfjárveikivarnir" . Það fór um mig hálfgerður hrollur og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þessum efnum. Hef lent með fjárbú mitt í riðuniðurskurði.
Svo þegar ég var kominn í öræfakyrrðina og gekk til fornar laugar þar, þá var sauðkindin búin að skíta í laugina. Það var sem sagt ,,Kúkur í lauginni" eins og Megas söng. Og ekkert Heilbrigðiseftirlit sjáanleg til að bjarga málum.
Þá fór ég að hugsa hve hljótt hefur verið um þessa hrossasótt sem hefur lagst á hrossastofn landsmanna. Ég hef hvergi séð neitt sem nemur fjallað um það mál. Hvernig hún barst til landsins og hver ber ábyrgð á málin?
Eru engin málaferli í uppsiglingu út af því máli? Og hvernig er eftirliti hátta til að verjast slíkri vá inn í landið?
Ekki ólögmæt slátrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.9.2010 | 18:10 (breytt kl. 18:14) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.