Einkennileg yfirlýsing

Þetta er skrítin framsetning á málavöxtum.

Í fréttinni segir: ,,Allur arður af eignum Björgólfs Thors mun renna til kröfuhafa hans þar til hans skuldir hafa verið gerðar upp að fullu". 

Hvað, ef það verður engin arður bara tap? Hvað þá?

Og áfram með fréttina: ,, Afráði Björgólfur að selja eignir sínar mun allur söluhagnaður að sama skapi renna til kröfuhafa".

Hvað, ef það verður engin söluhagnaður? Hvað þá?

Og ef eignirnar eru veðsettar hirðir þá lánastofnunin þær ekki bara af því að hún á þær en ekki Björgólfur.

Stundum reyna menn að bjarga sér með trixum. Það er treyst á það að almenningur sé glópar.

En vonandi fer þetta allt vel hjá Björgólfi.

Þarf að gera uppEn það þarf bara að gera þessi mál öll upp. Fyrr rís ekki neitt nýtt þjóðfélag á Íslandi.

Hagræna, skulda og eignaþáttinn. Saknæmiþáttinn, ef hann er fyrir hendi. Og refsiþáttinn, ef hann er til staðar.


mbl.is Allur arður Björgólfs til kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband