Það sögðu mér gamlir menn sem ég ólst upp með fyrir 50 árum, að hlíð ein upp við Langjökul sem fáir menn hefðu komist til væri svo fögur vegna grósku sinnar og blómskrúðs að hún væri kölluð Fagrahlíð. Þeir höfðu smalað Þjófadalafjöll en þá var venjan að Sunnanmenn og Norðanmenn smöluðu Kjöl sameiginlega og var réttað í Gránunesi og við Seiðisá.
Ég hef alltaf geymt þetta með sjálfum mér og aldrei trúað þessu almennilega og talið að þarna hafi karlarnir séð eitthvað í hyllingum og draumórum.- Engin blóm vaxi við jökulrætur.
Alltaf hefur samt þessi dulúðuga hlíð skotið upp í huga mér þegar ég hef átt leið um Kjöl annaðhvort akandi eða í göngum og fjárheimtum.
Um síðustu helgi vorum við hjónin á Hveravöllum í sumarfríi. 50 ár eru síðan ég fór fyrst í göngur. Þá einhesta og með nesti í hnakktösku. Ég ákvað því nú að láta verða af því að skoða þessa leyndardómsfullu hlíð.
Ekið er frá Hveravöllum upp Stélbratt inn Sóleyjardali og upp á Þröskuld og er það allt fær leið jeppum og jepplingum en fara verður varlega. Á Þröskuldi er bílastæði og þaðan er gengið niður sneiðing niður í botn Þjófadala. Þar er graslendi og á svæðinu rennur tær lindá.
Við gengum út úr Þjófadalakjaftinum fyrir Þverfell og þá blasti Fagrahlíð við okkur. Hún var dökkgræn miðað við landið í kringum okkur og hér var allt satt og rétt með farið sem gömlu mennirnir héldu fram fyrir 50 árum. Fúlakvísl getur verið erfið yfirferðar en hægt er að fara hana upp við jökul.
Engar ýkjur eru af sögum af blómskrúði hlíðarinnar og læt ég fylgja hér skrá um blómplöntur og byrkninga í Fögruhlíð samkvæmt rannsókn Harðar Kristinssonar 1980 alls 83 tegundir og vil bæta við Eyrarrós en en hún vex Fögruhlíðar megin á áreyrunum. Heimild Árbók Ferðafélags Íslands 2001. Kjölur og kjalverðir efir Arnór Karlsson og Odd Sigurðsson.
En nú kom upp spurningin, hvernig stendur á öllu þessu blómskrúði? Það sem vakti athygli mína fyrst var að á áreyrunum vestan Fúlukvíslar nær Fögruhlíð vex Eyrarrós. En austanmegin voru engar Eyrarrósir.
Þá laust það upp fyrir mér að Fagrahlíð er varin af jökulfalli og sauðfé kemst ekki að öðru jöfnu inn á svæðið. Í Þjófadalabotni taldi ég 50 fjár og slangur af fé var í hnúkunum í kring.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var á Hesti í Borgarfirði að þá velur sauðfé blómplöntur fyrst til beitar eigi það þess kost. Annarstaðar á þessu svæðinu er blómgróður í lámarki kræklóttur og virðist ekki ná neinum þroska eða vexti. Eðlilegt er því að álykta að sauðkindin sé hér aðal áhrifavaldurinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.7.2010 | 12:46 (breytt 22.8.2010 kl. 17:54) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.