Hross naga bíla

Það hefur komið fram í fréttum að hross hafi nagað bíla og valdið tjóni á lakki þar sem veiðimenn hafa verið við veiðar við ár.

Fram hefur komið að bílatrygging viðkomandi bæta ekki slíkt tjón, hvorki hin almenna trygging eða kaskótryggingin.

Þetta mál þarf að skoða í ljósi aðstæðna, hver tjónvaldurinn er og í hvaða erindagjörðum eigandi bílsins er.

Ef veiðimaður  kaupir veiðileyfi við á og fer inn á bithaga þar sem stórgripir eru á beit og veiðimaðurinn er ekki varaður við stórgripunum og engin auglýsingarskilti eru upp er eigandi stórgripanna tvímælalaust bótaskyldur vegna tjónsins, nú eða eftir atviku veiðifélagið sem selur veiðileyfið.

Bændur eru að öðru jöfnu með ábyrgðartryggingar vegna búrekstrar síns gagnvart þriðja aðila og mundi því svona tjón falla innan slíkra trygginga. Ef viðkomandi búfjáreigandi er ekki með ábyrgðartryggingu yrði hann væntanlega bótaskyldur persónulega.

Nautgripir geta valdið skaða á bifreiðum með því að hnoðast utan í bílum, brotið spegla og dældað boddý.

Því er nauðsynlegt fyrir fólk að vera á varðbergi gagnvart, búsmala, jafnvel sauðfé getur rispað bíla. Hægt er að vera með litlar rafmagnsgirðingar í kring um bíla og tjöld þegar fólk er í útilegu það eykur öryggi fólks.

Bændur geta ekki vikið sér undan ábyrgð á búsmala sínum við svona aðstæður nema viðkomandi ferðamaður eða veiðimaður sé í óþökk og óleyfi búfjáreiganda og/eða landeiganda innan girtrar landareignar.

Ef viðkomandi ferðamaður væri staddur í þjóðlendu og afréttarpeningur ylli spjöllum á munum fólks væri forsætisráðherra sennilega bótaskyldur þar sem hann fer með málefni þjóðlendna og hefur ekki lagt lausagöngu kvaðir á búsmala bænda.

Ég gekk t.d til laugar í síðustu viku á á tilteknum stað á hálendinu og þar hafði sauðfé gert þarfir sínar í laugina og ónýttist mér baðförinAngry

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eigandi búsmala og/eða landeigandi ber skaðann í svona málum.

Hitt er annað að tryggingafélögin selja mönnum svo kallaðar kaskó tryggingar, það eru tryggingar sem taka til allra skemmda á bifreiðum. Því er eðlilegt að sú trygging taki á þessu. Tryggingafélögin eru þó dugleg við að koma sér undan bótaskyldu og bæta hellst ekki tjón nema með illu.

Ég þekki dæmi þar sem bíleigandi lenti í svipuðu tjóni, hross nöguðu bíl hanns, hann var nánast lagður í rúst. Hann leitaði til síns tryggingafélags þar sem bíll hans var í kaskó, tryggingafélagið vísaði á hrosseigandann. Í ljós kom að hann var tryggður hjá sama félagi og fór þá allt í strand.

Að endingu þurfti bíleigandinn að sækja mál sitt gegn tryggingafélaginu fyrir dómi, þá loks gafst það upp og bætti skaðann. Þetta mál tók fleiri mánuði.

Gunnar Heiðarsson, 13.7.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þeir eru miklir búmenn hjá tryggingarfélögunum eins og bændur og reyna að koma vandræðum af höndum sér eins og þeir geta.

En það er rétt hjá þér Gunnar, það getur stundum komið til þess að fólk þurfi að höfða mál til að ná fram rétti sínum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.7.2010 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband