Úrkynjað einokunarkerfi

Eftirfarandi skrifar Jón Baldur L'Orange á blogg sitt hér á undan mínu bloggi:

 

Ef niðurgreitt opinbert kerfi getur ekki staðist frjálsa samkeppni við óniðurgreidda framleiðslu hlýtur úrkynjun þess að vera algjör.

,,Hér talar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og helsti talsmaður hennar í landbúnaðarmálum ásamt Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Þessi orð segja allt sem segja þarf um hug áhrifamanna innan Samfylkingarinnar til íslenskra bændafjölskylda og þeirra þúsunda sem starfa í íslenskum landbúnaði um allt land. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þingmaðurinn talar með óvirðingu og af miklum fjandskap um íslenskan landbúnað. Helgi Hjörvar slær um sig með ódýrum frösum að vanda. Andstyggð hans á íslenskum landbúnaði er algjör. Að hann leyfi sér að nota orðið ,,úrkynjun" er ótrúleg smekkleysa og í lágkúruleg móðgun við heila atvinnugrein. Það þarf að leita allt aftur til þriðja áratuga síðustu aldar til að finna orðið úrkynjun notað í pólitískum tilgangi ".

Hér reynir Jón Baldur L'Orange að snúa út úr orðum Helga Hjörvar og reynir að láta líta út sem Helgi sé að tala um fólk og hvernig erfðaeiginleikum þess er komið, en Helgi er að tala um framleiðslukerfi í landbúnaði sem er mjög umdeilt a stjórnmálavettvanginum  sem kunnugt er.

Þessi aðferð Jóns Baldurs er afar augljós að reyna að afvegleiða málið og reyna að beina því persónulega að fólki í landbúnaði.

Aftur á móti væri fengur að því að fá nú fram útskýringar á því hvernig íslenskur landbúnaður stendur eftir 25 ára hagræðingu og samþjöppun og hvernig raunveruleg skuldastaða bænda er.

Varla eru þau vandræði öll sem maður heyrir af skuldum bænda, því að kenna að Kára í Garði tókst á sínum tíma að brjótast í gegn um einokunarkerfið í óþökk Bændahallarmanna og selja dilkakjöt sitt úr frystikistu í Kolaportinu með löglegum hætti.


mbl.is Kúabændur telja að kerfið muni bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Síðasta málsgreinin í færslu þinni Þorsteinn er kjarni þessa máls. Þegar ég heyrði Helga Hjörvar mæla þessi orð í útv. Alþingi þá tók ég undir þessi orð hans. Þá snerist umræðan um hvort undanþáguákvæði frjálsra viðskipta bænda með mjólk ætti að einskorðast við 10000 lítra.

Það má öllum vera ljóst sem til þekkja að engu máli skiptir þótt nyt úr tveim meðalkúm standi utan við þessi lög.

Ég vil sjá hér frjáls viðskipti með allar afurðir bænda utan greiðslumarks. Með því er bændum boðið upp á að taka frumkvæði í meðferð og sölu sinna afurða og það er undarleg pólitík að refsa mönnum fyrir hagræðingu í framleiðslu.

Mér er ekki launung á andúð minni í garð verksmiðjubúa á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

........í garð ríkisstyrktra verksmiðjubúa

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 16:11

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Bændur er einn af burðarásum íslensks þjóðfélags. Þeir eru oftast vel gerðir til líkama og sálar en þeim hefur eitthvað skjöplast nú í seinni tíð varðandi aðgætni í fjármálum og má það ef til vill rekja til tíðarandans.

Um miðja síðustu öld átti sér stað mikil blóðblöndun þegar bændasynir sóttu sér kvonfang til kvennaskólanna. Ég hef það fyrir satt að menn hafi orðið að bíða þar utandyra, stundum, og var slíkum mönnum færar landbúnaðarvörur svo sem flóuð mjólk og skyr, en þeir höfðu sigur í bónleiðangri sínum, ef þeir biðu nógu lengi.

Þannig að þeir eru vel kynbættir og eiga rætur sínar að rekja bæði til sveitanna og þéttbýlisins.

En það þarf eitthvað að að endurskoða hugmyndafræðina í kring um framleiðslukerfið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 17:15

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þær fóru nú ekki allar úr Skagafirðinum Löngumýrarmeyjarnar ef ég man rétt.

Enda var hún stundum sterk hrútalyktin á böllunum í Varmahlíð.

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband