Tókuð þið eftir því hvernig Fjalldrottningin gekk út úr Alþingishúsinu. Hún hvorki strunsaði eða gekk hratt að styttu Jóns forseta.
Gekk þannig að hún kom tæpast við jörðina, með mjúkum skrefum, staldraði aðeins við án þess að stoppa og virti viðkomandi fyrir sér. Leit aðeins á þennan, svolítið þóttaleg, en þó ekki ókurteis, eins og hún væri að athuga klæðnað viðkomandi eða innri mann.
Leit á forsetan, þennan úr Dýrafirði, en hinn er úr Arnarfirði, án þess að heilsa að því að hún ræður því hverjum hún heilsar og hverjum ekki. Gekk svo svolítið snökt upp að pallinum og mælti til fólksins kvæði.
Gekk svo til baka með sama fasi, leit á fólk með velþóknun, af því að þetta er hennar fólk og hún er hluti af því og á nóg af verðmætum.
En hún gefur frelsið aldrei upp, alveg sama hvað miklir fjármagnsflutningar eiga sér stað. Og ef hún væri spurð um Evrópusambandið þá vissu allir hverju hún myndi svara.
Og Össur mundi ganga hnípinn í burtu og gott ef ekki hún mundi láta húskarla sína taka hann í bóndabeygju fyrir svona talsmáta á 17. júní.
Heilladagur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.6.2010 | 20:12 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 59
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 209
- Frá upphafi: 573527
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það held ég að Silvio Berslusconi sé glaður í dag. Ítalir eru gríðarlega valdamiklir innan ESB og "njóta" leiðsagnar mafíuleiðtogans Berlusconi .
Fjöldi þingmanna í ESB fer eftir fólksfjölda aðildarlandanna, Finnar Svíar og Danir með sínar ca. 20 milljónir íbúa hafa ekkert að gera í ítala með um 60 milljónir manns. Svo að verði framtíðarsýn Össurar og Jóhönnu að veruleika skulum við búa okkur undir valdatafl alvöru mafíósa sem láta Björgólfa og Baugsfeðga blikna í samanburði. You ain´t seen nothing yet
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 00:58
Össur kvað upp sinn dóm nú er okkar að fylgja því eftir að hann fari af þinginu með skömm!
Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.