Laugarnesið er sá staður sem ég man fyrst eftir mér. Þar hafði Bandaríkjaher sett niður offiserabragga sem fólk notaði svo síðar. Við lékum okkur þarna í þessari unaðsnáttúru sem Laugarnesið er. Mikill gróður og ég man eftir því hve Baldursbráin var öflug og útbreidd.
Í Laugarnesi bjó Sigurður Ólafsson hestamaður og söngvari og var hann síðasti ábúandinn á jörðinni. Hann ræktaði grá hross og var Gletta frægust, marfaldur sigurvegari í skeiði.
Mér er það minnistætt þegar Birgir bróðir minn bjargaði heimasætunni í Laugarnesi Þuríði Svölu frá drukknun við bryggjuna á Kirkjusandi 1952. Það var snöfurlega gert af 14 ára gutta enda mikil verðmæti í húfi eins og komið hefur á daginn.
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari átti heima þar líka og var maður oft að paufast í kringum hann.
Þá var Dala-Brandur með aðstöðu fyrir rútur sínar þarna og fannst mér hann alltaf dularfullur.
Eftir því sem mér skilst er Laugarnesfjaran friðuð og er bannað að hreyfa þar við steinum og efnistaka óheimil. Ég held að það sé svolítið sérstakt að það skuli vera til landnámsjörð nokkuð óröskuð til inn í miðju borgarlandi. Það gefur möguleika á að efla menningartengda ferðaþjónustu á svæðinu og mættu borgaryfirvöld gera meira til þess að gera þetta svæði meira aðlaðandi fyrir almenning.
Þar er mjög góð lending, svokölluð Laugarnesvör. Hana mætti gera aðgengilegri fyrir almenning og er gráupplagt að geta sett þar fram sjókajaka fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.
Margir skoðuðu villt blóm í Laugarnestanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.6.2010 | 21:43 (breytt kl. 21:47) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 41
- Sl. sólarhring: 476
- Sl. viku: 1299
- Frá upphafi: 570605
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1154
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér. Það verður fjársjóður innan skamms að finna blett í Reykjavík þar sem er ekki bara svart malbik!
Kveðja úr ómengaðri náttúrunni á Stafnesi.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.6.2010 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.