Slúðurstefna

Ríka og fínafólkið ásamt listaspírum hefur gaman að því að birtast í slúðurblöðum og kerlingatímaritum. Þar birtast myndir af því og slúður og sagt er hver er með hverri. Menn eru gjarnan kallaðir stjörnulögfræðingar og stjörnukaupsýslumenn og stjörnu eitthvað. Kvenfólkið er kallað drottningar og glæsipíur og allt er voða gaman.

Þessi slúðurstefna hefur verið rekin í áraraðir og hefur alþýðamanna alltaf haft gaman af því í hégóma sínum að fletta þessum blöðum á tannlæknastofum og biðstofum.

En nú er skörin farin að færast upp í bekkinn.

Haldið ekki að allt í einu birtist slúðurstefna fyrir dómstólum í Bandaríkjunum.

Stefnur skiptast þá nú eftir þessari nýju skipan í; réttarstefna - utanréttarstefna - slúðurstefna.

Þetta er að verða ansi skrautlegt réttarfar. En það hefur nú alltaf verið vitað að fólk getur fengið skrámur á sig í málaferlum og sérstakleg af menn tapa.


mbl.is Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband