,,Kemur til álita að fallast á að hverfa frá núgildandi landbúnaðarstefnu, heimila innflutning á lifandi dýrum og aflétta tollvernd gagnvart landbúnaðarafurðum? Svo hljóðaði fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í framkominni frétt Mbl".
Það er nú hásauðburður og lítið hægt að gaumgæfa svona mál núna. Svo er gos fyrir austan og mikið öskufall og bændur berjast fyrir lífi bústofns síns og afkomu. Þá eru bændur uppteknir við að bera á túna og vinna vorverk.
Þá er það aðal sumargjöf fv. landbúnaðarráðherra til bænda að læðast um í þinginu og jarma um þetta málefni. Það er von að landbúnaðarráðherra færist undan því að svara svona fyrirspurnum sem eru nú ekki svo knýjandi við þessar aðstæður sem bændur búa við. Hann er eðlilega með hugann við hver framvinda landbúnaðarframleiðslunar verður.
Svo er náttúrlega engin gjaldeyrir til að kaupa landbúnaðarvörur fyrir því það þarf náttúrlega gjaldeyrir til þess.
Nú eru fardagar að nálgast og ef ekki verður búið að koma landbúnaðarráðherra út úr landbúnaðarráðuneytinu fyrir þann tíma að þá er hann búinn að fá ákveðinn rétt að sitja í ráðuneytinu eins lengi og þurfa þykir.
Þetta virðast vera voða miklar áhyggjur sem Einar K. Guðfinns hefur. Ætli hann sé búinn að fara austur og heimsækja bændur?
Verður tollvernd aflétt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.5.2010 | 17:11 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 322
- Sl. sólarhring: 373
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 573790
Annað
- Innlit í dag: 299
- Innlit sl. viku: 417
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 284
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innflutningur á lifandi búfé er auðvitað mál sem ætti að verða ókleifur veggur í öllu þessu samningaþófi um vinnu handa ónýtum kontóristum.
Innflutningur á hráu kjöti er líka mál sem þarf að kippa út úr samningsþófi.
Árni Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.