Í ævisögu Guðna Ágústssonar fv. formanns Framsóknarflokksins segir svo um bankasöluna á blaðsíðu 376 frá árinu 2007.
,, Bankasalan og eftirmálar hennar eru Framsóknarflokknum erfið, einkanlega formanni hans sem er að takast á við sinn stærsta slag í stjórnmálum til þessa. Guðni horfir á formann sinn mæta álíka ofsóknum í þessu máli og Ólafur Jóhannesson þurfti að glíma við í Geirfinnsmálinu á sínum tíma. Hann horfir upp á formanninn í hverju sjónvarpsviðtalinu af öðru svara brigslyrðum andstæðinga sinna og fréttamanna um meint pólitíska spillingu. Þetta þreytir Halldór. Þetta næstum bugar hann. Ekkert er meira eitur í beinum Halldórs Ásgrímssonar en ærumeiðingar af þessu tagi. Ekkert svíður honum meir en að vera vændur um pólitísk voðaverk. Bankasölumálið er mesta reiðarslagið á stjórnmálaferli Halldórs - og er á endanum sá atburður sem dregur úr honum þróttinn og ánægjuna í íslenskri pólitík. Hann nær aldrei að hreinsa sig af þessum áburði í opinberri umræðu og næstu mánuði fylgir þessi vandræðaumræða Halldóri og flokki hans eins og skuggi."
Þannig hljóðaði pistill Guðna Ágústssonar frá Brúnastöðum um bankasöluna.
Almenningur í Reykjavík hafnaði Halldóri Ásgrímssyni í alþingiskosningunum 2006 ásamt öðrum þingmanni Framsóknar og var flokkurinn þar með orðin þingmannslaus í þéttbýlasta kjördæmi landsins.
Kannast ekki við handstýringu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.5.2010 | 21:13 (breytt kl. 21:18) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 298
- Sl. sólarhring: 351
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 573766
Annað
- Innlit í dag: 282
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 274
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.