Guðni og Halldór

Í ævisögu Guðna Ágústssonar fv. formanns Framsóknarflokksins segir svo um bankasöluna á blaðsíðu 376 frá árinu 2007.

,, Bankasalan og eftirmálar hennar eru Framsóknarflokknum erfið, einkanlega formanni hans sem er að takast á við sinn stærsta slag í stjórnmálum til þessa. Guðni horfir á formann sinn mæta álíka ofsóknum í þessu máli og Ólafur Jóhannesson þurfti að glíma við í Geirfinnsmálinu á sínum tíma. Hann horfir upp á formanninn í hverju sjónvarpsviðtalinu af öðru svara brigslyrðum andstæðinga sinna og fréttamanna um meint pólitíska spillingu. Þetta þreytir Halldór. Þetta næstum bugar hann. Ekkert er meira eitur í beinum Halldórs Ásgrímssonar en ærumeiðingar af þessu tagi. Ekkert svíður honum meir en að vera vændur um pólitísk voðaverk. Bankasölumálið er mesta reiðarslagið á stjórnmálaferli Halldórs - og er á endanum sá atburður sem dregur úr honum þróttinn og ánægjuna í íslenskri pólitík. Hann nær aldrei að hreinsa sig af þessum áburði í opinberri umræðu og næstu mánuði fylgir þessi vandræðaumræða Halldóri og flokki hans eins og skuggi."

Þannig hljóðaði pistill Guðna Ágústssonar frá Brúnastöðum um bankasöluna.

Almenningur í Reykjavík hafnaði Halldóri Ásgrímssyni í alþingiskosningunum 2006 ásamt öðrum þingmanni Framsóknar og var flokkurinn þar með orðin þingmannslaus í þéttbýlasta kjördæmi landsins. 


mbl.is Kannast ekki við handstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband