Launamismunur Davíðs og Más

Það virðist sem launamál seðlabankastjóra hafi lent í einhverskonar valdþurrð. Eitthvert loforð hafi verið á sveimi í loftinu sem ekki er hægt að henda reiður á.

Eftir því sem hann segir sjálfur í Kastljósþætt þá spurði hann um launkjörin þegar hann hugði sækja um starfið. Einhver hefur svarað honum og þá var miðað við launkjör sem Davíð Oddson hafði á þeim tíma á meðan hann var enn í Seðlabankanum. Síðan hættir Davíð og er sú saga kunn.

Síðan fer umsóknarferlið á stað og einhverstaðar á leiðinni breytist kaupið og lækkar. Við þessu er ekkert að gera. Venjan er nú að það eru gerðir ráðningarsamningar við starfsmenn og þar hlýtur þetta að liggja fyrir. Annað eru bara munnmælasögur.

Aftur á móti hefur fjármálaráðherra sagt að fv. seðlabankastjóri hafi haft hátt kaup.

Það er nú bagalegt að hafa seðlabankastjóra óánægðan með starfskjör sín en hver er ánægður núna með kjör sín?

Aðalatriðið er að við Íslendingar stöndum saman á þessum erfiðu tímum og hver inni skyldur sínar við Lýðveldið eins og kostur er og segi sannleikann og ekkert nema sannleikann eins og Jóhanna virðist gera.


mbl.is „Ég segi sannleikann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Var ekki einhverntíma nýlega talað um að stefnt skuli að því að einginn sem fær laun frá ríkinu (Bessastaðablaðrarinn á undanþágu) þyggi hærri laun en forsætisráðherra? Misminnir mig eða var mig að dreyma?

Tómas H Sveinsson, 7.5.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband